Radcliffe er Beat skáld – Fyrsta kitla úr Kill Your Darlings

Fyrsta kitlan er komin fyrir nýjustu mynd Harry Potter leikarans Daniel Radcliffe, Kill Your Darlings. Myndinni er leikstýrt af John Krokidas og var sýnd fyrst á Sundance kvikmyndahátíðinni í byrjun ársins.

Sjáðu kitluna hér fyrir neðan:

Myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum síðar í mánuðinum.

Í kitlunni sjáum við auk Radcliffe þá Dane DeHaan, Michael C. Hall og Ben Foster. Í myndinni leika einnig þau Jack Huston, David Cross, Jennifer Jason Leigh, Elizabeth Olsen, Kyra Sedgwick and John Cullum.

daniel radcliffe

Myndin fjallar um upphafsár Beat kynslóðarinnar svokölluðu í Bandaríkjunum og sagt er frá því þegar skáldin Allen Ginsberg, sem Radcliffe leikur, og William S. Burroughs, sem Foster leikur, flækjast í alræmt morðmál þegar æskuvinur Burroughs, David Kammerer, er myrtur af manninum sem hann elskaði, Lucien Carr.

 

Fyrsta myndin sem Radcliffe lék í eftir Harry Potter var hryllingsmyndin The Woman in Black, en nú er auk þessarar myndar, væntanleg Radcliffe myndin, Horns, sem verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í næsta mánuði.

Kill Your Darlings verður frumsýnd í almennum sýningum í Bandaríkjunum 18. október nk.