Iron Man 3 kitla komin

Von er á fyrstu alvöru stiklunni frá Marvel fyrir Iron Man 3 á morgun en þangað til geta menn horft á þennan 17 sekúndna bút og látið sig hlakka til morgundagsins.

 

Þetta er vissulega ekki langt brot, en maður fær þarna smá skot af Tony Stark, sem Robert Downey Jr. leikur sem fyrr, gangandi í gegnum hrúgu af ljósmyndurum, og svo af honum í kunnuglegum aðstæðum, að steypa sér af himnum ofan í gervi Járnmannsins.

Pepper Potts, leikin af Gwyneth Paltrow, er einnig mætt aftur til leiks, og miðað við kitluna, þá virðist hún vera í einhverjum vandræðum.

Iron Man 3 kemur í bíó 3. maí 2013.