X-Men: Days of Future Past kitla fyrir stiklu

Kvikmyndaverið 20th Century Fox hefur birt örstutta kitlu fyrir stiklu úr myndinni X-Men: Days Of Future Past. Stikla í fullri lengd kemur út á þriðjudaginn næsta, þann 29. október.

X-Men-Days-of-Future-Past

Um er að ræða leiftur-myndbrot af Instagram myndavefnum og má sjá það hér fyrir neðan:

Í X-Men: Days of Future Past, leika aðalhlutverk þau Hugh Jackman, Ian McKellen, Patrick Stewart, James McAvoy, Jennifer Lawrence, Michael Fassbender, Nicholas Hoult, Anna Paquin, Ellen Page, Shawn Ashmore, Peter Dinklage, Omar Sy og Halle Berry.

Myndin kemur í bíó 23. maí 2014.