Parkerað í efsta sætinu

Parker, nýjasta mynd Jason Statham, gerir sér lítið fyrir og hefur sætaskipti við Tom Cruise og mynd hans Jack Reacher á nýja íslenska DVD/Blu-ray listanum.

Parker fjallar um titilpersónuna Parker, sem stelur peningum frá þeim sem eiga nóg af þeim og hann meiðir aldrei fólk sem ekki á það skilið. Eftir að hafa framið nokkur velheppnuð rán með nýjum samstarfsmönnum, þá er Parker svikinn og skilinn eftir á hraðbrautinni til að deyja.

Parker Movie (3)

Í þriðja sæti og stendur í stað á milli vikna er Django Unchained eftir Quentin Tarantino. Í fjórða sæti, og einnig á sama stað og í síðustu viku, er Gangster Squad, sem er sneysafull af úrvals leikurum og í fimmta sæti er danska dramað Jagten, með Mads Mikkelsen í aðalhluverki.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum, The Samaritan með Samuel L. Jackson, en hún fer beint í 18. sæti listans.

Sjáðu 20 vinsælustu myndir á DVD og Blu-ray hér fyrir neðan:

listilisti