Notenda-tían: Eftirminnilegustu frasarnir


Fyrsta Notenda-tían okkar er orðin að veruleika, og það er hann Heimir Bjarnason sem sendi inn fyrsta topplistann sem er notaður. Það voru fimm sendir inn og þætti okkur innilega vænt um að sjá fleiri spreyta sig og prófa að senda eitthvað skemmtilegt inn.

Framvegis mun þessi liður vera á dagskrá alla föstudaga:
Hérna eru:

.:TOPP 10 EFTIRMINNILEGUSTU FRASARNIR:.

 

10. Leon: The Professional (1994)
„OK“

Skil ekki hvers vegna ég hef aldrei séð þenna frasa eða orð einhversstaðar áður en fyrir mig er þetta mjög eftirminnilegur frasi og minnir mig strax á myndina þegar einhver notar hann eins og Natalie Portman, eða það oft.

 

9. Die Hard (1989, 1992, 1995, 2007)

„Yippie-Kay-Yeah, motherfucker!“

Að mati margra eftirminnilegast frasinn enda mjög grípandi og suddalega svalur. Svo heiðrar frasinn líka eldri vestramyndir sem er alltaf gott mál.

 

8. The Dark Knight (2008)

,,You either die a hero or you live long enough to see yourself become the villain

Gæsahúð! Bæði vegna þess að Aaron Eckhart smellpassaði í hlutverkið og gefur allt sitt í það en líka vegna þess að línan er frábær og segir aðeins til um það sem koma skal. Línur verða ekki mikið betri en þetta.

 

7. Kick-Ass (2010)

„Like every serial killer knows, eventually just fantasizing just doesn‘t do it anymore“

Líka einn af þessum frösum sem er kannski ekki beint frægur en festist samt algjörlega í hausnum mínum því enn og aftur, snilldar skrift! Líka óborganlega fyndinn frasi!

 

6. Braveheart (1995)

„They may take our lives but they’ll never take our freedom!“

Mel Gibson er snillingur og sama hvað fólk segir gæti hann talist guilty pleasure-leikari í mínum bókum (ásamt Nicolas Cage) því sama hvað hann gerir, ég elska það! Svo þegar það kemur að hlutum sem eru actually mjög góðir dýrka ég það. Þessa línu ættu flestir að þekkja því hún er uppörvandi, ógleymanleg og stórkostleg að öllu leyti.

 

5. Matchstick Men (2003)

„Hey, have you ever been dragged to the sidewalk and beaten ‘til you PISSED… BLOOD!“

Nicolas Cage að brjálast… Það gerist varla betra en þessi sena og sérstaklega þessi lína er sú alfyndnasta frá öllum skiptum sem Nicolas Cage missir það.

 

4. Hot Rod (2007)
Rod Kimble: You look pretty.
Denise: What?
Rod Kimble: I said you look shitty.

Af öllum þeim línum sem hægt er að taka úr þessari sýrusúpu sem er Hot Rod stendur þessi uppi sem sigurvegarinn. Bæði er þetta fyrsta sem ég hugsa um þegar einhver segir Hot Rod (ásamt langa fallinu) og er „reddingin“ hans í þessu atriði fáranlega mikil steik!

 

3. Fight Club (1999)

„The things you own end up owning you“

Ég lærði örugglega meira af Fight Club en í öllum árum af Lífsleikni og Heimsspeki. Þessi lína er bara ein af fjölmörgum sönnunum um það. Fight Club er svo djúp mynd og það er hægt að grafa endalaust og skoða nýja hluti. Hvert áhorf sýnir nýja hluti.

 

2. James Bond – allar (1964-)

„Bond. James Bond“

Svalasta persóna kvikmyndasögunnar verður að vera með gott „catchphrase“. Bond svíkur ekki og orðin Bond, James Bond lofa alltaf einhverju góðu.

 

1. The Big Lebowski (1996)

„Shut the fuck up, Donny“

Þótt að önnur lína í myndinni sé jafn eftirminnileg hefur þessi síendurtekna alltaf verið í uppáhaldi og ekki bara vegna þess að hún er sprenghlægileg heldur segir hún líka (augljósleg) frá sambandi vinanna að miklu leyti. Svo lítið er svo mikið.

 

 

Allir topplistar sendast á tommi@kvikmyndir.is. Koma svo!