Verstu framhaldsmyndir allra tíma

Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS I Love You. Í frétt blaðsins segir að ef að mynd hafi töluna 2 í endann á titlinum, […]

Lesendur völdu Mad Max bestu myndina

Lesendur Kvikmynda.is hafa gert upp hug sinn í skoðanakönnun um bestu mynd ársins 2015 sem við efndum til skömmu fyrir áramót. 1. Mad Max: Fury Road   Hún naut nokkurra yfirburða í skoðanakönnuninni og ljóst að þessi endurræsing á gömlu Mad Max-myndunum, þar sem Mel Gibson var í aðalhlutverki, fær fljúgandi start. Tvær aðrar myndir í bálknum eru fyrirhugaðar og er […]

Hungurleikarnir héldu toppsætinu

The Hunger Games: Mockingjay – Part 2 hélt toppsæti sínu á aðsóknarlistanum í N-Ameríku um helgina með því að hala inn 51,6 milljónir dala.  Teiknimyndin The Good Dinosaur fór beint í annað sætið, sína fyrstu viku á lista, með 39,2 milljónir dala og þriðja sætið kom í hlut annars nýliða, Creed, með 30,1 milljón dala. Bond-myndin Spectre […]

Topp 10 beinagrindur í kvikmyndum

Leikarar leggja sumir mikið á sig fyrir þau hlutverk sem þeir taka að sér, hvort sem það er að grenna sig óhóflega, eða fita sig, en slíkir leikarar eru gjarnan kallaðir Method Actors, þ.e. þeir reyna að breyta sér í viðfangsefnið, eins mikið og þeir geta til að geta sett sig sem best í spor […]

24 ríkar stjörnur

Það er margsannað mál að frægt fólk getur grætt meiri peninga en við sauðsvartur almúginn. The Huffington Post birti í dag lista yfir kvikmyndaleikara og aðrar stjörnur sem eiga helling af peningum, en gögnin eru ættuð frá vefsíðunni  CelebrityNetWorth.com Maður skilur kannski ekki alveg af hverju sumir eru jafn ríkir eins og listinn gefur til kynna. […]

Topp 10 hlutir sem þú vissir ekki um Iron Man

Síðan fyrsta Iron Man myndin var frumsýnd árið 2008 þá hefur þessi Marvel teiknimyndahetja orðið frægari en nokkru sinni fyrr, og myndir af Iron Man eru orðnar algeng sjón um allan heim. Það er þó ýmislegt forvitnilegt við hetjuna og myndirnar, sem er kannski ekki á allra vitorði. Vefsíðan ScreenCrush hefur tekið saman lista yfir […]

Siðblindustu persónur kvikmyndasögunnar

Geðveilur manna hafa oft verið teknar fyrir í kvikmyndum og hafa margar af eftirminnilegustu persónum hvíta tjaldsins átt við einhverskonar geðvandamál. Þessar persónur stríða oft við alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir, siðblindu eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. WatchMojo tók á dögunum saman tíu eftirminnilegustu persónur kvikmyndasögunnar sem hafa glímt við siðblindu. Siðblinda er alvarleg persónuleikaröskun sem einkennist af […]

10 skelfilegustu skrímsli bíómyndanna

Skrímsli í bíómyndum eru af öllum stærðum og gerðum. Þau smæstu hafa ekki síður skapað glundroða og ótta í heiminum eins og þau allra stærstu sem ráðast á heilu borgirnar og háma mannfólkið í sig eins og smartís. Vefsíðan Screenrant.com hefur tekið saman lista yfir 10 hræðilegustu skrímsli kvikmyndasögunnar. Eins og gefur að skilja komust […]

Bossar í bíómyndum

Fyrr í vikunni birtum við mynd af leikaranum Ashton Kutcher í hlutverki Steve Jobs, en myndin jOBS um Steve Jobs stofnanda Apple tölvufyrirtækisins verður frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum í janúar nk. Til gamans þá eru hér að neðan myndir af fleiri leikurum sem leikið hafa forstjóra í bíómyndum:   James Woods lék síðasta forstjóra […]

Twilight fær fljúgandi start

Frumsýning lokamyndarinnar í Twilight bálknum, Twilight Breaking Dawn Part 2 fékk fljúgandi start í Bandaríkjunum nú um helgina og eftir sýningar á föstudag eru áætlaðar tekjur af myndinni  71,2 milljónir Bandaríkjadala. Þetta þýðir að myndin stefnir í að eiga einn besta frumsýningardag í Bandaríkjunum í sögunni, þó hún hafi ekki náð að slá út eldri […]

Topp 10 löggur í kvikmyndum

Löggumyndir eru sívinsælar og þeir eru ótalmargir leikararnir sem hafa skapað ódauðlega löggukaraktera í bíómyndum. Hér að neðan er topp tíu listi sem breska blaðið The Guardian tók saman. Eruð þið sammála þessum lista? Setjið endilega ykkar uppáhalds löggu í spjallið fyrir neðan fréttina.   Martin Riggs Lethal Weapon (1987) Margir tala um hvað löggumyndin […]

115 virtustu myndasögumyndirnar

Kvikmyndir sem byggðar eru á myndasögum eiga sér sérstakan sess hjá langflestum bíóáhugamönnum enda er um að ræða ansi breiðan striga, og þar eru t.d. ofurhetjumyndir bara partur af heildarklabbinu. Gagnrýnendur og áhorfendur hafa þó ekki alltaf verið á sömu skoðun með margar myndasögubíómyndir og það er alltaf jafngaman að deila um hvaða myndir eru […]

Notenda-tían: illmenni

Það er gaman að sjá Notenda-tíuna komast á almennilegt skrið og að þessu sinni völdum við mjög skemmtilegan lista frá Karli Pálssyni. Kíkjum á: Ein spurning sem að kvikmyndaáhugamenn ræða oft og pæla mikið í eru bestu illmennin í kvikmyndasögunni. Margir koma þar til greina og ég kem oft inní þessa umræðu með annan pól […]

Notenda-tían: Eftirminnilegustu frasarnir

Fyrsta Notenda-tían okkar er orðin að veruleika, og það er hann Heimir Bjarnason sem sendi inn fyrsta topplistann sem er notaður. Það voru fimm sendir inn og þætti okkur innilega vænt um að sjá fleiri spreyta sig og prófa að senda eitthvað skemmtilegt inn. Framvegis mun þessi liður vera á dagskrá alla föstudaga: Hérna eru: […]