100 frábærar gamanmyndir fyrir erfiðu tímana – Hversu margar hefur þú séð?

Breski kvikmyndagerðarmaðurinn Edgar Wright (Shaun of the Dead, Hot Fuzz o.fl.) vonast til að geta veitt fólki einlæga aðstoð á þessum erfiðu tímum og mæla með bíómyndum sem vonandi ná að gleðja, hvort sem það eigi við um fólk í sóttkví eða annars konar einangrun.

Á kvikmyndavefnum Letterboxd birtist listi þar sem Wright tók saman 100 af sínum uppáhalds gamanmyndum. Eins og fram kemur er tilgangur listans að hvetja fólk til að kynna sér eftirfarandi perlur, á ný ef ekki í fyrsta sinn. Wright raðar myndum lista síns eftir útgáfuröð.

„Ég gæti léttilega talið upp hundrað í viðbót, ef fólk skyldi spyrja: “Hvar er hin eða þessi mynd?“. Best er bara að halla sér aftur og njóta myndanna…” skrifar Wright við samantektina.

„Og nei, ég er ekki svo ósvífinn að setja mínar eigin myndir þarna.“

Þetta eru 100 uppáhalds gamanmyndir leikstjórans

Taktu könnunina í hlekknum að ofan og kannaðu hversu margar þú hefur séð.