Myndband: Blade og Tony Montana á Hell´s Club

Antonio Maria da Silva, sem er búsettur í París, hefur sent frá sér bæði dansvænt og ofbeldisfullt myndband þar sem hann klippir saman hin ýmsu atriði úr kvikmyndasögunni og lætur þau gerast á einum og sama skemmtistaðnum. Scarface-Thumb

Staðinn kallar hann Hell´s Club og þar getur hreinlega allt gerst. Persónur á borð við Blade, Tony Montana, Obi-Wan Kenobi og Neo, auk fjölda annarra koma við sögu í þessu hressilega myndbandi.

Da Silva hefur áður gert samskonar sambræðings-myndbönd, þar á meðal Terminator vs. Robocop og Bruce Lee vs. Bruce Lee.

Sjón er sögu ríkari: