Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Deep End 2001

Justwatch

Frumsýnd: 11. nóvember 2001

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 78
/100

Eiginkonan þarf að ala börnin upp að mestu ein þar sem eiginmaðurinn er nánast alltaf í burtu starfs síns vegna. Unglingssonur þeirra er byrjaður að prófa ýmsa fullorðins hluti, og dag einn finnur hún lík samkynhneigðs elskhuga hans úti á ströndu hjá sumardvalarstað þeirra. Hvað er nú til ráða? Hvað er skynsamlegt og hvernig er hægt að vernda barnið... Lesa meira

Eiginkonan þarf að ala börnin upp að mestu ein þar sem eiginmaðurinn er nánast alltaf í burtu starfs síns vegna. Unglingssonur þeirra er byrjaður að prófa ýmsa fullorðins hluti, og dag einn finnur hún lík samkynhneigðs elskhuga hans úti á ströndu hjá sumardvalarstað þeirra. Hvað er nú til ráða? Hvað er skynsamlegt og hvernig er hægt að vernda barnið sitt? Hversu langt ertu tilbúinn að ganga og hvenær á að hætta?... minna

Aðalleikarar

Tilda Swinton

Margaret Hall

Goran Visnjic

Alek Spera

Jonathan Tucker

Beau Hall

Josh Lucas

Darby Reese

Peter Donat

Jack Hall

Raymond J. Barry

Carlie Nagel

Walter Scott

Paige Hall

Jordon Dorrance

Dylan Hall

William Bruckner

Loan Officer

Richard Gross

Deputy Sheriff

Georgann Johnson

50ish Woman (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


The Deep End hefur fengið fína dóma erlendis og því hafði ég ákveðnar væntingar til þessarar myndar. Því miður varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Myndin fjallar í stuttu máli um konu (sem er mjög vel leikin af Tildu Swinton) sem hylmir yfir dauðsfalli til að hindra að sonur hennar sem er á unglingsaldri sé bendlaður við málið. En einhver veit af því. Þær upplýsingar eru hátt verðlagðar en þögnin þó enn hærra. Í hvert skipti sem hún reynir að breiða yfir vísbendingar eykst hættan sem hún býr sjálfri sér og sínum nánustu. Gallinn við þessa spennumynd er að hún er bara akkúrar ekkert spennandi. Húin líður bara áfram og þegar hún var búin yppti maður bara öxlum. Jú,jú þetta var kvikmynd en ekkert meira en það. Tilda Swinton er mjög góð og hér er greinilega á ferðinni frábær leikkona en því miður hefur hún ekki úr miklu að moða því handritið er götótt eins og gatasigti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Loksins kemur spennuþriller sem er spennandi og forðast formúlur eins og heitan eldinn. The Deep End er sérlega vel gerð mynd á allan hátt, allt frá kvikmyndatöku og tónlist til yfirburðagóðs leiks í helstu hlutverkum. Myndin segir frá Margaret Hall (Tilda Swinton), móður sem grunar son sinn um morð á elskhuga sínum og blandar sér umsvifalaust í málið með það í huga að vernda barnið sitt en án þess að hugsa ástandið út í gegn. Myndin er spennandi á lágu nótunum en samt sem áður auðveldlega ein af meira taugatrekkjandi myndum síðasta árs. Drifkrafturinn er ódrepanleg móðurást, og þar af leiðandi er myndin mun tilfinningaríkari en spennumyndir verða yfirleitt. Það er áhugavert að sjá Swinton í svona hlutverki þar sem hún er yfirleitt í litlum, stórundarlegum listrænum myndum sem enginn sér. Goran Visnjic (Dr. Luka í ER) kemur mjög á óvart í hlutverki sem er ólíkt lækninum góða, en það er sennilega hinn ungi Jonathan Tucker í hlutverki sonarins sem sýnir hvað óvæntustu taktana. The Deep End fékk örstutta sýningu á síðustu kvikmyndahátíð og fáir sáu hana þar. Það er skömm, því hún er með því betra sem hægt er að borga til að sjá þessa dagana. Þrátt fyrir sífelldar tilvísanir í vatn sem verða yfirborðskenndar eftir því sem á líður fær The Deep End óhikað góð meðmæli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn