Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Strange Days 1995

Fannst ekki á veitum á Íslandi

you know you want it

145 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Myndin gerist árið 1999, á síðustu dögum árþúsundsins. Myndin segir söguna af Lenny Nero, fyrrum lögregluþjóni sem vinnur við gagna-diska sem innihalda upptökur af minningum og tilfinningum. Einn daginn fær hann disk í hendur sem inniheldur minningar morðingja sem drepur vændiskonu. Lenny rannsakar málið og sekkur sífellt dýpra og dýpra inn í heim kúgana,... Lesa meira

Myndin gerist árið 1999, á síðustu dögum árþúsundsins. Myndin segir söguna af Lenny Nero, fyrrum lögregluþjóni sem vinnur við gagna-diska sem innihalda upptökur af minningum og tilfinningum. Einn daginn fær hann disk í hendur sem inniheldur minningar morðingja sem drepur vændiskonu. Lenny rannsakar málið og sekkur sífellt dýpra og dýpra inn í heim kúgana, morða og nauðgana. Mun hann lifa þetta af og leysa málið?... minna

Aðalleikarar

People are Strange
Klassískt meistaraverk sem gerist í Los Angeles borg síðustu tvo sólarhringana ársins 1999 og segir frá Lenny Nero(Ralph Fiennes) sem verslar ólöglega með notaðar minningar á disklingum. Hann flækist í stórt mál sem varðar morð, spillingu og sitthvað fleira. Inn í þetta blandast svo einkamál Lenny's sem virðast vera meiri en hann ræður við. Strange Days leikstýrð af Kathryn Bigelow, er stórkostlega vel heppnuð mynd og virkilega flottur leynilögguþriller. Sagan hengur frábærlega á sterkum karakterum, yndislegri myndatöku og hverju sniðuga atriðinu á fætur öðru. Ralph Fiennes er svo góður í hlutverki sínu og fær mann til að halda með Lenny allt frá fyrstu mínútu. Tom Sizemore og Angela Bassett leika vini hans og eru þau bæði í einu af sínum betri hlutverkum. Juliette Lewis kemur líka stórlega á óvart sem söngkonan Faith, virkilega flott þegar hún tekur lagið Hardly Wait eftir P.J. Harvey. Vincent D'Onofrio er þarna líka í litlu en mikilvægu hlutverki. Frábær leikari. Strange Days er að mínu mati algjör snilld og er hún ein af þeim myndum sem ég get horft á aftur og aftur og aftur. Sé ekkert sem mælir á móti því að hún fái fullt hús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Strange days, Soldið grimm framtíðar sínn á hvernig veröldinn myndi vera um áramótinn 2000, samt raunsæ, mannskepnan er alltaf skepna. Góður leikur, fínasta tónlist og allta það. Myndinn fjallar um þennan dealer sem dílar í reynslu annara. Squid það var víst kallað, upptökutæki sem tekur upp það sem þú er að upplifa á gefnum tíma. og svo er hægt að spila það aftur í hausnum á þér seinna. you wan´t me to wear this hairnet and bang some beatiful babe?. Dealirinn er hinn Dæmigerði looser og þess vegnahinn besta hetja. Að mínu mati má ekki segja of mikið frá myndinni, þá eyðilegst plottið. Fínustu karektar í þessari mynd. Mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

"You know you want it". Slagorð myndarinnar segir allt sem segja þarf. Strange Days er hasarmynd ólík öðrum hasarmyndum. Hún er snilldarlega vel gerð, frábærlega vel leikin og er ekki bara heimsk sprengjumynd. Þú þarft að hugsa til þess að fatta, skilja og kunna að meta þessa yndislegu mynd. Ralph Fiennes leikur Lenny Nero, sleazy gaur sem vinnur fyrir sér með því að selja "notaðar minningar" (of flókið til að útskýra hér). Dag einn fær hann senda eina slíka minningu þar sem vinkona hans sést hrottalega myrt, sama vinkona og hafði áður sagst vera í vandræðum ásamt fyrrverandi kærustu Nero, Faith (Juliette Lewis). Faith er núverandi ástkona ruddalegs plötuútgefanda, Philo (Michael Wincott) sem m.a. gaf út plötur með rapparanum Jeriko One (Glenn Plummer) sem fannst nýverið myrtur. Nero reynir að upplýsa morðið á vinkonunni og verja Faith með hjálp Mace (Angela Bassett) og Max (Tom Sizemore) en er um leið flæktur í morðgátu sem... þið verðið bara að sjá myndina. Ólíkt mörgum sakamálamyndum með mörgum persónum og flóknum söguþráðum valda sögulok Strange Days engum vonbrigðum, þó margir gætu sagt útkomuna vera langsótta (a la Sleepy Hollow eða What Lies Beneath) en allt þetta gengur upp ef atburðarrásin er rakin aftur. James Cameron og Jay Cocks tókst vel upp með handritið þar sem persónurnar eru aldrei í öðru sæti og passar Kathryn Bigelow vel upp á það að stíllinn sé aldrei of mikið á kostnað efnisins. Allir leikararnir standa sig frábærlega, þá sérstaklega Juliette Lewis sem mér finnst alveg mögnuð. Hún fær einnig að syngja tvö lög og gerir það vel. Strange Days er vel gerður, vel heppnaður þriller og á, eins og Roger Ebert segir, örugglega eftir að verða cult-klassík eins og Blade Runner eftir nokkur ár. You know you want it.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn