Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

K-19: The Widowmaker 2002

(K19: The Widowmaker)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. september 2002

Fate has found its hero.

138 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Saga fyrsta kjarnorkukafbáts Rússa, en bilun kom upp í bátnum í jómfrúarferð hans í Norður Atlantshafinu árið 1961. Áhöfn kafbátsins, undir stjórn skipstjórans, Alexi Vostrikov, á í kappi við tímann til að koma í veg fyrir kjarnorkuslys, sem mun ekki bara ógna lífi áhafnarinnar heldur, mögulega hrinda af stað stríði á milli stórveldanna.

Aðalleikarar


K-19 er ekkert svo spennandi fannst mér en leikurinn trúverðugur og hún er byggð á sönnum atburðum en það vantar aðeins meira upp á söguþráðinn. Hópur af rússnenskum hermönnum fara í kafbátinn K-19 til að senda kjarnolkusprengju á Ameríku. Meiri hlutinn af myndinni felst bara í því að tala og annað en svo kemur kjarnolkuleki og skipstjórinn (Harrison Ford,What Lies Beneath,Star Wars) leyfir þeim það ekki (út af einhverri skrýtni ástæðu sem ég veit ekki hver er) og þá verða þeir skilnir eftir til að deyja og svo er skipstjórinn alltaf að hugsa um hvort hann ætti að biðja um hjálp eða ekki. Söguþráðurinn er ekki útpældur en góðir leikarar gera myndina trúverðuga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fín mynd. Góður leikur hjá leikurum, vantar meiri spennu í myndina. Ágætis leikur hjá Ingvari, þótt hann sagði ekki mikið og sýndi öllu fremur bara svpbrigði. Fín mynd í heildina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekkert séstök mynd fínt gláp bandaríkjamenn enda sem góðu mennirnir og allir verða hetjur. Séð þessa mynd oft og mun sjá sömu stíðsmyndir sem koma frá Ameríku aftur og aftur þetta er allt sama rútínan. Ingvar var fínn þó það sé ekki hægt að dæma leik hans þar semm þetta var eiginlega ekki hlutverk en ég hef samt mikla trú á því að hann meiki það í framtíðinni. Eins og ég sagði fínt gláp en sama myndinn eins og allar hinar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vel heppnuð kafbátamynd
Ég hef alltaf haft töluverðan áhuga á kafbátamyndum og í gegnum mína tíð hef ég séð ansi margar slíkar (The Hunt for Red October, Crimson Tide, U-571 og auðvitað móðurmyndin Das Boot o.fl.) og flestar hafa verið bara helvíti spennandi og taugastrekkjandi (enda finnur maður vel fyrir óttanum hjá mönnum sem eru innilokaðir í stálhylki undir mörgum tonnum af sjó) og þessi getur svo sannarlega farið að skipa sér í svipaðan flokk. Vissulega veit maður hvernig þetta fer allt í endann en atburðarásin er á köflum svo spennandi að maður steingleymir öllu slíku.

Harrison Ford og Liam Neeson standa sig líka sérlega vel í hlutverkum sínum, og einnig var nokkuð gaman að sjá íslenska gæðaleikarann Ingvar Sigurðsson viðstaddan á svæðinu, sem einnig stóð sig vel í mikilvægu hlutverki þrátt fyrir að hafa átt kannski u.þ.b. 5-6 línur allt í allt.

Myndin fær einnig sérstakt hrós fyrir tæknibrellur og afbragðs kvikmyndatöku, og það helsta sem dregur einkunnina er endirinn. Hann er voða daufur þar sem að leiðinleg tónlist og óbærileg melódramatík taka völdin, en annars fór það ekkert mikið í taugarnar á mér, því fyrstu tveir tímarnir sjá um að bæta upp fyrir það.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mögnuð mynd sem lýsir með ágætum í hvernig aðstæðum áhöfn K-19 lenti. Það er alveg hreint skelfilegt að vera úti á sjó tugum eða hundruð kílómetrum frá landi og lenda í kjarnorkubilun. Sýnir hversu illa öryggismálum Rússa var háttað og hversu litlu mátti muna að kjarnorkustríð myndi hefjast enn einu sinni. Það er eitthvað við kafbátamyndir sem heillar mig, spennan í myndinni náði samt ekki upp í myndir eins og U-571, The Hunt for Red October, Das Boot og Crimson Tide. Burt séð frá spennu er þetta góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.03.2023

Ingvar mætti í Bíóbæ - sjáðu nýjasta þáttinn!

Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar, sem sýndur er vikulega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, er farið yfir nýjustu ofurhetjumyndina sem er búið að henda í ruslið af DC; Shazam: Fury of the Gods. [movie ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn