Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Hurt Locker 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. júlí 2009

You don't have to be a hero to do this job. But it helps.

131 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 95
/100
Sex Óskarsverðlaun: Besta mynd, leikstjórn, handrit, klipping, hljóð og hljóðklipping. Golden Globes 2010 Tilnefnd (3): Besta dramatíska mynd / Besti leikstjóri / Besta handrit. Fimm BAFTA verðlaun, þ.á.m. besta mynd ársins.

Myndin gerist í Íraksstríðinu og segir sagan frá sprengjuleitarliði á vegum Bandaríkjahers. William James er einhver hugrakkasti en jafnframt frakkasti meðlimur hópsins. Skyndilega breytast þó öll viðhorf sveitarinnar gagnvart verkefni sínu þegar William lendir í bráðri hættu þegar hann lokast inni á miðjum vígvellinum í einni sendiför sinni. Þau virðast... Lesa meira

Myndin gerist í Íraksstríðinu og segir sagan frá sprengjuleitarliði á vegum Bandaríkjahers. William James er einhver hugrakkasti en jafnframt frakkasti meðlimur hópsins. Skyndilega breytast þó öll viðhorf sveitarinnar gagnvart verkefni sínu þegar William lendir í bráðri hættu þegar hann lokast inni á miðjum vígvellinum í einni sendiför sinni. Þau virðast hafa fengið rangar eða jafnvel villandi upplýsingar um verkefnið og þurfa að komast að því af hverju það er. En það sem meira er: hvernig komast þau lifandi úr þessari klípu?... minna

Aðalleikarar

Handrit

Klisjulaus, magnþrungin en hefði getað orðið betri
(Ath. Spoiler-viðvörun! þannig að ef þú hefur ekki séð myndina þá væri best að tékka á henni fyrst og koma svo aftur)

Mikið rosalega er hressandi að sjá mynd sem gerist í Írakstríðinu sem tekur enga pólitíska afstöðu. The Hurt Locker nýtir sér þetta frekar sem umhverfi meðan hún fókusar á sálarstríðið og helstu þörf mannsins til að komast heim á lífi. Það er eldgömul klisja þegar kvikmynd segir manni að stríð sé helvíti, en mjög fáar kvikmyndir stúdera nákvæmlega "af hverju" það er helvíti. Þar koma myndir eins og Platoon og Apocalypse Now við sögu þar sem að þær ganga meira út á dramað heldur en ofbeldi stríðs. The Hurt Locker tekst hins vegar á við það erfiða verkefni að fjalla um mannlegu tilfinningarnar og líka að byggja sig upp sem nokkurs konar spennumynd. Og niðurstaðan er geysilega aðdáunarverð. Myndin er hrá, raunsæ og að flestu leyti ófyrirsjáanleg. Handritslega tekst myndinni að forðast klisjur og dílar hún á mjög áhugaverðan hátt um bæði óttann við það að geta dáið hvenær sem er og adrenalínvímu sem skýst upp á óviðeigandi stöðum.

Kathryn Bigelow er vægast sagt öflug leikstýra sem tæklar oftast hráefni sem ekki margar konur í kvikmyndabransanum myndu taka að sér. Hún er fjölhæf, markviss og hvergi föst í sama geiranum eins og Nancy Meyers eða Nora Ephron, sem oftast gera bara sömu konumyndirnar aftur og aftur. Onei, James Cameron, fyrrverandi eiginmaður Bigelow, hefur greinilega smitað hana með óttaleysi sínu því burtséð frá traustum myndum á borð við Point Break, Strange Days eða jafnvel K-19, þá er The Hurt Locker nógu sterk ein og sér til að sanna færni hennar. Ekki endilega vegna þess að myndin er svo góð, heldur líka er hún bara svo skemmtilega öðruvísi. Hún fylgir engum formúlum og setur sér nánast engar reglur. Hér er ekkert verið að eltast við morðóðan talíbanaskúrk sem hrindir af stað einhverju mainstream-plotti heldur keyrir myndin sig alfarið á jarðbundnum vegi. Meira að segja er henni svo skítsama um reglur að á gefnum tímum deyja frægir leikarar á skjánum, þrátt fyrir kannski fimm mínútna skjátíma. Það er undarlegt að sjá t.d. eðalleikara eins og Ralph Fiennes kynntan til leiks upp úr miðri mynd, en síðan drepinn stuttu síðar. Eftir það finnst manni eins og allt getur gerst! ÞAÐ kallar maður raunverulegt...

Áhorfið gerist síðan ennþá betra þegar maður sér reglulega hvað Bigelow gerir klikkaða hluti með stílinn. Myndatakan er alveg svakaleg á köflum og með smá hjálp frá smá slow motion-stíl og dúndur hljóðvinnslu verða fáein skot í myndinni brennimerkt inn í minni manns í svolítinn tíma. Klippingin er líka glæsileg og almennt fílingurinn á myndinni er akkúrat eins óþægilegur og hann á að vera. The Hurt Locker er kannski ekkert ógurlega viðburðarík mynd, en hún heldur manni við sætið jafnóðum með því að leyfa áhorfandanum að skyggjast inn í hugarheim persónanna og finna fyrir sameiginlegum ótta þeirra. Myndin er líka að flestu leyti vel leikin, og þar fær Jeremy Renner stærsta hrósið. Í fyrstu virkar hann á mann sem dæmigerður "harðnagli með fyndnu línurnar" en smám saman er hann sýndur sem dýpri persónuleiki. Þar með breytist stereótýpa yfir í fjölhliða einstakling sem ávallt er gaman að fylgjast með. Ótrúlega spes.

Því miður verð ég þó að tjá massívan pirring sem bitnar á handritshöfundi myndarinnar og þetta er galli sem mér þykir leiðinlegur þar sem hann dregur heildarmyndina svolítið niður. Eins og ég áður tók fram þá einblínir myndin nokkuð mikið á persónu Renners, sem er mjög gott og gerir það myndina betri. Aftur á móti eru hinir hermennirnir tveir, leiknir af Anthony Mackie og Brian Geraghty, sem eru við hans hlið út alla myndina, algjörlega látnir í friði. Maður kynnist þeim rétt svo með nöfnum en persónuleiki er hér um bil enginn og finnst mér myndin þjást alveg gríðarlega fyrir það. Þessir tveir voru ekki síður mikilvægir að mínu mati heldur en Renner, og að gefa þeim enga persónusköpun gerir það myndina sjálfkrafa þynnri, og einhvern veginn ekki eins eftirminnilega og hún gæti hafa orðið.

Það er ekki spurning um að ég mæli með þessari mynd. Hún er vel heppnuð og skemmtilega "intense" á sumum stöðum (eins og t.d. í sniper-senunni, sem var mögnuð!). Ég vildi samt óska að handritshöfundurinn hefði skrifað tvö-þrjú önnur uppköst í viðbót og lagt meiri áherslu á þessar tvær persónur sem sátu eftir í skugganum og náðu engu sambandi við áhorfandann. Vegna þess að myndin tók svona stórt feilspor, þá get ég ekki kallað hana frábæra. Ég skal samt segja að hún sé helvíti góð.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Besta stríðsmynd áratugsins
ATH: Inniheldur pínu spoiler um byrjun

Myndin byrjar í miðju stríðinu þegar liðsforinginn í sprengusérsveit deyr við störf og annar tekur við þegar það eru aðeins 40 dagar eftir til heimför. Myndin fjallar um þessa daga, aðgerðirnar og hópinn sjálfan sem eru að reyna sitt besta til þess að komast heim.

Myndin er ekki með sprengingar og hasar á tveggja mínútna fresti en þó mjög grípandi og spennandi. Persónusköpun er með þeim bestu í stríðsmyndum, eða bara myndum yfir höfði. Leikararnir eru frábærir og Jeremy Renner leikur James mjög vel og hinir standa sig líka mjög vel. Leikstjórnin er mjög vel. The Hurt Locker er með bestu myndum Kathryn Bigelow sem er frekar fínn leikstjóri. Það er mikill humór í myndinni og mennska sem lyftir dómnum upp.

9/10
Góð mynd, betri handrit
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn