Náðu í appið
Öllum leyfð

All the President's Men 1976

Fannst ekki á veitum á Íslandi

At times it looked like it might cost them their jobs, their reputations, and maybe even their lives.

138 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 84
/100
Vann fjögur Óskarsverðlaun. Besta handrit unnið upp úr öðru efni, besti aukaleikari Jason Robarts, besta hljóð og besta listræna stjórnun. Tilnefnd til fjögurra Óskara í viðbót.

Sannsöguleg mynd sem fjallar um Bob Woodward og Carl Bernstein, blaðamenn við Washington Post sem rannsaka ráðgátuna á bakvið Watergate innbrotið, sem leiddi til afsagnar Richard Nixon Bandaríkjaforseta snemma á áttunda áratug tuttugustu aldarinnar.

Aðalleikarar

Dustin Hoffman

Carl Bernstein

Robert Redford

Bob Woodward

Jack Warden

Harry Rosenfeld

Martin Balsam

Howard Simons

Hal Holbrook

Deep Throat

Elliot Page

Debbie Sloan

Jason Robards

Ben Bradlee

Jane Alexander

Bookkeeper

Ned Beatty

Dardis

Ernest Thesiger

Hugh W. Sloan, Jr.

John McMartin

Foreign Editor

Robert Walden

Donald Segretti

F. Murray Abraham

Arresting Officer #1

David Arkin

Eugene Bachinski

Dominic Chianese

Eugenio R. Martinez

Valerie Curtin

Miss Milland

Ron Hale

Frank Sturgis

Richard Herd

James W. McCord, Jr.

Basil Hoffman

Assistant Metro Editor

Leikstjórn

Handrit


Ótrúlega góð mynd,snilld,snilld og ennþá meiri snilld. Myndin fjallar um Watergate málið eða um tvo blaðamenn (Hoffman og Redford) sem eru að reyna að komast að því sanna um Hvíta Húsið,hvort að amerískir pólitíkusar,repúblikanar og þeir og hvort þeir séu brjálaðir og heimskir og bara hvort þeir séu vondir. En núna er 2004 og allir vita að þeir eru fávitar. Hoffman er mjög sannfærandi með mikið hár eins og venjulega og Reford eru líka góður. Handritið er ekki flókið og leikstjórnin mjög góð,ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir alla kvikmyndaáhugamenn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tímamótamynd sem sameinar þætti stjórnmálatrylla, rannsóknarmynda, ævisagna og blaðamannamynda. Aðalleikararnir tveir túlka hér fréttamenn Washington Post sem áttu sinn hlut í að kom upp um Watergate hneykslið. Dustin Hoffman leikur gyðinginn Carl Bernstein sem er þaulvanur í sínu fagi en Robert Redford er í hlutverki Bob Woodward sem er nánast nýgræðingur. Jason Robards, nýbyrjaður í hrinu af 'skapstyggur gamall sérvitringur' aukahlutverkum, hlaut Óskarinn ásamt handritshöfundnum William Goldman (hefur meðal annars skrifað handritið að Butch Cassidy and the Sundance Kid). Myndin slær upp fjöldan allan af fínum persónutúlkunum og sannfærandi hápunkti sem bætir upp fyrir lengd hennar (um það bil 140 mínútur). Fólk með áhuga á sjórnmálum og kvikmyndum ættu ekki að láta þessa mynd fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er rakin sagan af því hvernig tveimur rannsóknarblaðamönnum á The Washington Post, Carl Bernstein og Bob Woodward, tókst að vekja þjóðarathygli á þætti nánustu aðstoðarmanna Nixons Bandaríkjaforseta í innbrotinu í Watergate-bygginguna, sem á endanum lyktaði með því að Richard Nixon sagði af sér embætti forseta Bandaríkjanna, fyrstur manna. Með afbrigðum velheppnuð frásögn, skemmtilega uppbyggð og frábærlega leikin af tveimur vinsælustu leikurum sinnar kynslóðar, þeim Robert Redford og Dustin Hoffman. Senuþjófurinn er þó Jason Robards sem fer á kostum í óskarsverðlaunahlutverki. Ein af allra bestu hins misjafna Alan J. Pakula sem nú er nýlátinn. Hún er einnig ein af allra bestu myndum úr blaðamennskunni sem gerðar hafa verið. Þessi stórkostlega kvikmynd er ekkert farin að dala, jafnvel þó að atburðirnir sem hún er byggð á séu löngu liðnir og þótt árin líði. Ég gef þessari stórfínu kvikmynd tvímælalaust fjórar stjörnur og mæli með henni við alla þá sem ekki hafa séð hana. Allir þeir sem hafa gaman af skemmtilegum spennumyndum með sagnfræðilegu ívafi ættu að drífa í því að sjá þessa, hún er vel þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.11.2018

Óskarsverðlaunahöfundur látinn, 87 ára gamall

Óskarsverðlaunahafinn og handritshöfundurinn William Goldman er látinn. Hann lést í dag, 16. nóvember, á heimili sínu í New York, 87 ára gamall. Goldman skrifaði handritið að Óskarsverðlaunakvikmyndunum Butch Cassidy and the Sun...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn