Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Öldungur á 122. aldursári rifjar upp litríkan æviferil frá því um miðja 19. öld. Var tekinn í fóstur af indíánum, en lenti síðar meir með Custer hershöfðingja í blóðbaðinu við Little Big Horn. Gerðist fyllibytta og ímyndaður byssubófi í slagtogi með Villta Bill Hickok, eftir mislukkað uppeldi hjá prestsfrúnni. Hér er drepið á nokkur atriði í einni af allra bestu kvikmyndum áttunda áraugarins, þar sem hver gamanþátturinn rekur annan en jafnan tekið á alvarlegri þáttum í þessari skoplegu söguskoðun. Dustin Hoffman fer hér algjörlega á kostum og eldist um heila öld með minnistæðu og stórgóðu gervi. Tvímælalust einn af allra mestu leiksigrum Hoffmans á hvíta tjaldinu. Annars er leikarhópurinn vænn og jafn með Chief Dan George í fararbroddi. Tvímælalaust fjögurra stjarna stórmynd sem er algjörlega ómissandi fyrir alla sannkallaða unnendur hornsteina kvikmyndasögunnar. Ég mæli eindregið með henni.