Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Bonnie and Clyde 1967

Fannst ekki á veitum á Íslandi

They're young... they're in love... and they kill people.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 86
/100

Smábæjarstelpa sem leiðist lífið, og smáglæpamaður sem rænt hefur banka, hefja saman glæpaferil. Ofbeldisfull rán þeirra og ástarsamband, vekja athygli fjölmiðla og þau komast á forsíður blaðanna.

Aðalleikarar


Fjallar um einhverja frægustu glæpamenn Bandaríkjana Bonnie and Clyde og Barrow gengið.

Mér finnst myndin ekki ná að segja söguna nógu vel og hún er alls ekki nógu spennandi fyrir svona gerð af mynd.

En það er samt margt gott í þessari mynd, og þar ber fyrst að nefna Warren Beatty og leik hans sem Clyde Barrow og svo Faye Dunaway sem leikur Bonnie Parker.

Góð mynd, en ekki frábær eins og margir tala um.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frægasta glæpahyski kreppuáranna var parið sem titillinn vísar til, geðtrufluð suðurríkjaungmenni með gáfnavísitölu nærri stofuhitamörkum. Bæði brengluð kynferðislega og sjálfsagt stutt í kvalalostann. Slíkt er að sjálfsögðu heflað mikið til af í myndinni. Um hríð komust þau Bonnie og Clyde upp með að ræna hvern bankann á eftir öðrum, líkin hrúguðust upp, afraksturinn heldur fáfengilegur. En almúginn hreifst af þessu bíræfna morðhyski, enda rændi það gjarnan þá banka sem voru búnir að koma honum útá Guð og gaddinn. Leikstjórinn Arthur Penn er hér í sínu besta formi og er myndin skemmtilega hröð og grimm. Þó er hún merkilega fyndin í öllum óhugnaðinum. En hún er óvægin, aldrei höfðu afbrotamenn fengið aðra eins útreið og söguhetjurnar fengu í sögulok. Frábær leikur þeirra Warren Beatty og Faye Dunaway í hlutverkum skötuhjúanna stendur sem fyrr uppúr öllu öðru, leikstjórnin góð, kvikmyndatakan einnig og allt annað. Hreint sígild mynd sem verðskuldar einungis það besta, ég mæli eindregið með henni við þá sem ekki hafa séð hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd í alla staði.Þetta er lang besta Bonnie og Clyde myndin sem gerð hefur verið. Faye og Beatty sýna stjörnuleik og ná mjög vel saman. Mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur. Svona á að gera glæpamyndir. Ég mæli eindregið með þessar mynd við aldna sem unga, samt ekki of unga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn