Meiri leikstjóri en leikari

baltasar eiðurBaltasar Kormákur, leikstjóri og aðalleikari nýrrar íslenskrar kvikmyndar, Eiðsins, sem frumsýnd verður á morgun, segist í samtali við Fréttablaðið, vera meiri leikstjóri en leikari.

„Ég held að ég sé meiri leikstjóri en leikari. Ég fæ meira út úr því að upplagi en að leika. Það eru ekkert margir leikstjórar sem hafa sjálfir leikið aðalhlutverk í bíómyndum. Svo líður tíminn og mér fannst eins og ég hefði misst þá tengingu við sjálfan mig. Þetta snýst því ekki um að stækka en ég hef ennþá mikla þörf fyrir það að gera betur. Það var búið að bjóða mér að gera The Mummy og Fast & the Furious og ef ég hefði viljað stækka þá hefði ég bara farið þangað. Í staðinn fór ég heim og gerði Eiðinn, til þess að reyna að ná betra sambandi við listina og gera betur. Ég keyri mig áfram á því að vilja gera betur,“ segir Baltasar í samtalinu í Fréttablaðinu.

Hann bætir við að það að leikstjóri ákveði að leikstýra sjálfum sér sé ekki ósvipað því þegar listmálari geri sjálfsmynd.

„Ég fékk óbragð í munninn eftir að hafa gert þetta í 101 Reykjavík en þar gleymdi ég eiginlega að leikstýra sjálfum mér og rumpaði því bara af.“

Eiðurinn verður eins og fyrr sagði frumsýndur á morgun.