101 Reykjavík (2000)14 ára
Frumsýnd: 1. júní 2000
Tegund: Gamanmynd, Rómantísk, Drama, Íslensk mynd
Leikstjórn: Baltasar Kormákur
Skoða mynd á imdb 6.9/10 8,251 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Söguþráður
Þó Reykjavík sé minni en flestir vilja játa og miðbærinn beinlínís dvergvaxinn, bætir borgin það upp með villtu næturlífi. Umkringdur fáklæddu holdi, reyk og hækkandi hitastigi er auðvelt að gleyma því að úti bíður heimskautaveðráttan í póstnúmerinu 101 Reykjavík. Ekki svo að skilja að Hlynur, hin seinheppna söguhetja 101 Reykjavík, hafi neina hugmynd um hvar hann er staddur í lífinu. Kynferðislíf hans er lítt skiljanlegt, allra síst honum sjálfum. Eftir að Lola, sem er spænskur flamingó kennari, með lesbískar hvatir flytur inn fer fyrst að draga til tíðinda. 101 Reykjavík hefur hlotið fjöldann allan af verðlaunum á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn. Sérstök efnistök og óhefðbundin samskipti kynjanna undir dúndrandi tónlist eiga stóran þátt í velgengni kvikmyndarinnar.
Tengdar fréttir
23.10.2014
Ártún vann Gullna Skjöldinn
Ártún vann Gullna Skjöldinn
Ártún, stuttmynd undir leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar, hefur verið valin besta leikna stuttmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago og hlaut að launum verðlaunagripinn Gullna Skjöldinn (e. the Gold Plaque). Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ártún hefur þegar verið boðið til þátttöku á fjölda erlendra kvikmyndahátíða,...
02.02.2014
Hross í oss verðlaunuð í Gautaborg
Hross í oss verðlaunuð í Gautaborg
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn koma ekki tómhentir heim frá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, því kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss, hreppti verðlaun áhorfenda sem besta norræna myndin. Benedikt hlaut einnig  FIPRESCI-verðlaunin, en þau eru veitt af alþjóðlegu gagnrýnendasamtökunum. Baltasar Kormáki var veitt sérstök heiðurs Drekaverðlaun við verðlaunaathöfn...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 89% - Almenningur: 77%
Svipaðar myndir