Kutcher leikur Jobs – Fyrsta stikla

ashton kutcher 180612Fyrsta sýnishornið fyrir kvikmyndina um stofnanda Apple, Steve Jobs hefur verið gert opinbert. Ashton Kutcher leikur aðalhlutverkið og er hvað þekktastur fyrir grín og gamaleik sem og leik í rómantískum myndum en hann þykir svo sláandi líkur Jobs á yngri árum að það var ekki hjá því komist að ráða hann í hlutverkið.

Myndin segir sögu Steve Jobs allt frá því að hann hætti í menntaskóla og þar til hann varð einn hugmyndaríkasti og virtasti frumkvöðull 20. aldarinnar.

Steve Jobs sem dó úr krabbameini árið 2011, þekktu flestir sem stofnanda Apple, en þessi maður á einnig heiðurinn af heimilstölvunum sem hann fann upp á 8. áratug síðustu aldar.

Leikstjóri myndarinnar er Joshua Michael Stern og ásamt Kutcher leika í myndinni m.a. þau Dermot Mulroney, James Woods, Lukas Haas, Ron Eldard, Matthew Modine og Amanda Crew.