Josh Brolin um Everest: „Þetta var hryllilegt"

Josh Brolin segir að það hafi reynt mikið á sig að leika í Everest, mynd Baltasars Kormáks.

„Hluti af því að taka þátt í svona mynd, sem gerir það spennandi, er þegar leikstjóri frá Íslandi kemur til þín og segir: „Ég vil gera þetta á þann hátt sem ég tel að enn sé hægt að gera kvikmyndir en eru ekki gerðar sérlega oft nú á dögum,“ sagði Brolin við Npr.org.

brolin

„Hann fór með okkur á toppinn á, þú veist, fjallinu. Ekki Everest en minna fjalli með alveg jafnmiklum snjó og gerði þetta eins erfitt fyrir okkur og mögulegt var.“

„Við fórum til Nepal í átta eða níu daga og klifruðum að grunnbúðum Everest, eða mjög nálægt þeim. Og þegar við komum til London, í staðinn fyrir snjó þá notuðu þau salt sem var skóflað fyrir framan viftur sem voru á 150 km hraða. Við fengum andlitshreinsun ævi okkar. Og það var hryllilegt. Á þessum tímapunkti hugsaði ég með mér: „Ég ætla aldrei að leika í svona mynd aftur. Ég ætla að reka umboðsmanninn minn. Ég ætla að breyta um starfsferil. Þetta var hryllilegt,“ sagði Brolin.

Everest er væntanleg í bíó á föstudaginn. Myndin hefur fengið góða dóma víðast hvar. Hún fær 7,9 í einkunn á Imdb.com og er með 76% á Rottentomatoes.com.