Jagten verður framlag Dana til Óskarsverðlaunanna

JAGTEN045048Mynd Thomas Vinterberg, The Hunt, eða Jagten, sem sýnd var við miklar vinældir hér á landi, hefur verið valin sem framlag Dana til Óskarsverðlaunanna í ár, í flokknum besta erlenda myndin.

Í myndinni leikur Mads Mikkelsen leikskólakennarann Lucas sem er ranglega sakaður um að misnota barn í leikskólanum. Í kjölfarið verður hann skotmark múgsefjunar og honum útskúfað úr samfélaginu.

Þetta er önnur myndin í röð með Mikkelsen í aðalhlutverkinu sem valin er sem framlag Dana fyrir Óskarinn. Mikkelsen lék einnig aðalhlutverkið í myndinni A Royal Affair. Mikkelsen var valinn besti leikarinn á Cannes kvikmyndahátíðinni fyrir hlutverk sitt í The Hunt.

Jagten var frumsýnd í Bandaríkjunum í júlí sl.

 

Stikk: