Harley Quinn húðflúrar í Suicide Squad

David Ayer, leikstjóri Suicide Squad, hefur sent frá sér mynd á Twitter þar sem Margot Robbie, í hlutverki Harley Quinn, einbeitir sér að húðflúrun.  suicide squad

Margir bíða með mikilli eftirvæntingu eftir myndinni, sem er byggð á samnefndum myndasögum.

Robbie, sem sló í gegn í The Wolf of Wall Street, leikur á móti Will Smith, Jai Courtney, Jared Leto, Joel Kinnanman, Viola Davis, Cara Delevingne og Ben Affleck í Suicide Squad.

Þetta er fyrsta mynd leikstjórans Ayer síðan Fury kom út fyrir tveimur árum en hún gerðist í síðari heimsstyrjöldinni.

Suicide Squad er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári.