Bestu myndir síðustu 25 ára á Imdb.com

Kvikmyndavefurinn Imdb.com hefur tekið saman lista yfir bestu myndir síðustu 25 ára, eina fyrir hvert ár.  Á meðal mynda á listanum eru Django Unchained, Inception, The Dark Knight, Fight Club og The Shawshank Redemption. Tölvuforritarinn Col Needham stofnaði Imdb.com árið 1990, eða fyrir 25 árum. Í september síðastliðnum voru um 3,4 milljónir titla í gagnagrunni síðunnar (þar […]

Harley Quinn húðflúrar í Suicide Squad

David Ayer, leikstjóri Suicide Squad, hefur sent frá sér mynd á Twitter þar sem Margot Robbie, í hlutverki Harley Quinn, einbeitir sér að húðflúrun.   Margir bíða með mikilli eftirvæntingu eftir myndinni, sem er byggð á samnefndum myndasögum. Robbie, sem sló í gegn í The Wolf of Wall Street, leikur á móti Will Smith, Jai […]

DiCaprio leikur raðmorðingja í mynd Scorsese

Leikstjórinn Martin Scorsese og Leonardo DiCaprio ætla að taka höndum saman enn á ný í kvikmyndinni The Devil in the White City sem er byggð á bók Erik Larson frá árinu 2003 en hún fjallar um sanna atburði.  DiCaprio mun leika raðmorðingjann Dr. HH Holmes, sem lokkaði til sín fórnarlömb á heimssýningunni í Chicago árið 1893. […]

The Wolf of Wall Street oftast stolið

Kvikmynd Martin Scorsese, The Wolf of Wall Street, með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki hlýtur þann vafasama heiður að vera oftast hlaðið niður ólöglega á netinu á þessu ári. Teiknimyndin Frozen kemur þar rétt á eftir, en myndunum var hlaðið niður um 30 milljón sinnum hvor um sig. Óskarsverðlaunamyndin Gravity var hlaðið niður rúmlega 29 milljón sinnum og […]

Fórnarlamb Úlfsins fær bókasamning

Christina McDowell skrifaði opið bréf á dögunum þar sem hún gagnrýndi Martin Scorsese og Leonardo DiCaprio fyrir að fegra ímynd Jordan Belford í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street. McDowell horfði m.a. upp á föður sinn lenda í fangelsi því Belford svindlaði á honum og situr hún nú uppi með skuldirnar hans á bakinu. Bréfið fól […]

Sögulega lág laun Jonah Hill

Þó kvikmyndin The Wolf of Wall Street sé um græðgi og spillingu þá fékk leikarinn Jonah Hill sögulega lág laun fyrir hlutverk sitt í myndinni. Hill fékk tæpar sjö milljónir króna í sinn hlut og ættu það að þykja góð laun fyrir 7 mánaða vinnu. Í Hollywood þykir það þó vera skítur á priki. Til […]

Tæknibrellurnar í The Wolf of Wall Street

Kvikmyndin The Wolf of Wall Street hefur nú fengið fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna. Tilnefningarnar eru flestar til leikara myndarinnar og að sjálfsögðu til leikstjórans, Martin Scorsese. Þó mætti akademían athuga hvort þeir hafi gleymt því að tilnefna myndina fyrir tæknibrellur. Það er oft sagt að góðar tæknibrellur séu þær sem áhorfandinn taki ekki eftir, jafnvel […]

Úlfurinn sjálfur græðir ekkert

Síðan kvikmyndin The Wolf of Wall Street, sem gerð er eftir tveimur sjálfsævisögulegum bókum verðbréfasalans Jordan Belfort, sem Leonardo DiCaprio túlkar með glæsibrag í myndinni, var frumsýnd, þá hafa ótal aðilar komið fram og gagnrýnt að Hollywood sé enn á ný að gera hetju úr svikahrappi sem olli fjölda manns tjóni. Belfort sjálfur, sem ( […]

Wall Street úlfurinn vinsælastur

Nýjasta mynd leikstjórans Martin Scorsese, The Wolf of Wall Street, mun að öllum líkindum verða vinsælasta myndin í Bandaríkjunum nú um hátíðarnar. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í dag.   Samkvæmt fyrstu spám þá voru tekjur myndarinnar í gær um 10 milljónir Bandaríkjadala, en næsta mynd á eftir, The Hobbit: Desolation of Smaug, kom rétt á […]

Frumsýning: The Wolf of Wall Street

Sambíóin frumsýna myndina The Wolf of Wall Street á fimmtudaginn næsta, Jóladag, þann 26. desember. Myndin er nýjasta mynd Martin Scorsese og Leonardo DiCaprio og hlaut á dögunum tvær tilnefningar Golden Globe verðlaunanna, sem besta myndin og fyrir bestan leik karla í aðalhlutverki, Leonardo DiCaprio. Myndin hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda, en hún segir […]

Scorsese á fáar myndir eftir

Martin Scorsese hefur gefið í skyn að hann eigi bara eftir að leikstýra nokkrum myndum til viðbótar áður en hann leggst í helgan stein. Scorsese tjáði sig um þetta á Marrakech-kvikmyndahátíðinni þar sem nýjasta myndin hans The Wolf Of Wall Street er sýnd. „Mig langar að gera helling af myndum en núna er ég orðinn […]

Scorsese klippti burt kynlífsatriðin

Leikstjórinn Martin Scorsese er sagður hafa klippt sum kynlífsatriðin út úr nýjustu mynd sinni og Leonardo DiCaprio, The Wolf Of Wall Street, til að tryggja sér R-stimpilinn í Bandaríkjunum. Bandaríska kvikmyndaeftirlitið hótaði að skella stimplinum NC-17 á myndina ef Scorsese vildi ekki klippa hana til, samkæmt The Hollywood Reporter. Þá hefði enginn yngri en sautján […]

Ný stikla úr jólamyndinni The Wolf of Wall Street

Í fyrradag tilkynnti Paramount kvikmyndafyrirtækið að nýja Leonardo Di Caprio og Martin Scorsese myndin The Wolf of Wall Street yrði frumsýnd á jóladag, og í gær var frumsýnd ný stikla úr myndinni. Sagt er að myndin verði í lokaútgáfu sinni 165 mínútna löng, en á tímabili héldu menn að hún myndi slaga í fjóra tíma. […]