Tæknibrellurnar í The Wolf of Wall Street

Kvikmyndin The Wolf of Wall Street hefur nú fengið fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna. Tilnefningarnar eru flestar til leikara myndarinnar og að sjálfsögðu til leikstjórans, Martin Scorsese. Þó mætti akademían athuga hvort þeir hafi gleymt því að tilnefna myndina fyrir tæknibrellur.

Það er oft sagt að góðar tæknibrellur séu þær sem áhorfandinn taki ekki eftir, jafnvel það góðar að áhorfandinn hafi ekki grun um að það hafi verið lagt einhvað í tæknivinnslu við myndina sjálfa. Gott dæmi er sú kvikmynd sem fyrr um ræðir.

Tæknibrellu- og eftirvinnslufyrirtækið Brainstorm Digital sýndi á dögunum stutt myndband þar sem er sýnt frá tökum myndarinnar, fyrir og eftir eftirvinnslu. Ef þú hefur gaman af tæknibrellum og eftirvinnslu þá ættir þú að hafa gaman af þessu myndbandi.