Getur ekki andað – Fyrsta stikla

Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Woody Allen, Órökréttur maður, eða Irrational Man, er komin út. Aðalhlutverk í myndinni leika þau Joaquin Phoenix, Parker Posey og Emma Stone.

emma stone

Myndin fjallar um heimspekikennara sem á í tilvistarvanda og segir að hann geti ekki skrifað, andað eða „munað ástæðuna þess að hann vilji lifa, og þegar ég gerði það, þá voru ástæðurnar rangar.“

Þetta breytist allt þegar hann hittir nemanda sem Stone leikur. „Ritgerðin þín var nokkuð góð,“ segir hann Stone. „Er ég byrjuð að roðna?“ svarar hún.

Síðar segir Stone Phoenix að hann þjáist af örvæntingu. „Það væri ákveðin huggun í því,“ svarar hann.

Irrational Man verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðar í mánuðinum.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 17. júlí nk.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: