Jasmine rekin að heiman í Blue Jasmine – fyrsta stiklan

Fyrsta stiklan er komin fyrir nýjustu mynd hins goðsagnakennda bandaríska leikstjóra Woody Allen, Blue Jasmine.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Með helstu leikara í myndinni eru Óskarsverðlaunaleikkonan Cate Blanchett, sem leikur titilpersónuna Jasmine, en einnig leika í myndinni þau Alec Baldwin, Sally Hawkins og Andrew Dice Clay m.a.

jasmine

 

Myndin fjallar um Jasmine sem neyðist til að flytja inn til systur sinnar í San Fransisco eftir að eiginmaður hennar hendir henni út og skilur hana eftir allslausa.