Allen er enginn James Dean

Fyrsta sýnishornið er komið út fyrir fyrstu sjónvarpsþáttaröð Woody Allen, Crisis in Six Scenes, en Allen gerir seríuna fyrir Amazon Studios.

Allen, sem er orðinn 80 ára, heldur enn áfram að gera eina bíómynd á ári, og nýlega var nýjasta mynd hans Cafe Society frumsýnd í Bandaríkjunum, og á næsta ári er væntanleg mynd eftir hann með Kate Winslet í aðalhlutverki.

Nýja sjónvarpsserían er í sex þáttum, eins og nafnið gefur til kynna, og hver þáttur er 30 mínútur.

woody allen

Sjónvarpsþættirnir gerast á sjöunda áratug síðustu aldar á órólegum tíma í sögu Bandaríkjanna. Í forgrunni er miðstéttarfjölskylda í úthverfi sem fær gest í heimsókn, sem snýr öllu heimilishaldinu á haus.

Með aðalhlutverk fara Allen sjálfur ásamt Miley Cyrus, Elaine May, John Magaro, Rachel Brosnahan, Becky Ann Baker, Michael Rapaport, Margaret Ladd, Joy Behar, Rebecca Schull, David Harbour og Christine Ebersole

Crisis in Six Scenes verður sýnd á myndveitu Amazon frá og með 30. september nk.

Kíktu á fyrsta sýnishornið hér fyrir neðan þar sem Allen pantar sér klippingu eins og James Dean: