Má þess geta að COVID og Cats létu fyrst á sér bera með stuttu millibili.
Fjölmargir kannast eflaust við eða hafa á einhverjum tímapunkti rekist á Honest Trailers rásina á YouTube. Eins og nafnið gefur til kynna er þarna tekin glettin nálgun á sýnishorn stórmynda… ef þau segðu sannleikann. Nýjasta myndbandið setur klærnar í söngleikinn Cats, sem er á góðri leið með að verða ein… Lesa meira
Fréttir
Britney vekur athygli með bíódómi
Söngkonan sparar ekki stóru orðin, að minnsta kosti hvað það varðar sem hún sá af myndinni.
Söngkonan Britney Spears, einnig þekkt sem aðalleikkona kvikmyndarinnar Crossroads, hefur horft á óteljandi bíómyndir í sóttkvínni. Þetta sagði hún nýlega á Instagram-aðgangi sínum en þar hefur hún heldur betur komið umtali í gang með svonefndu „hot take“ á kvikmynd sem er talin eitt stærsta flopp síðustu missera. Það mun vera… Lesa meira
Framhaldsmyndir sem toppa forvera sína
Eflaust þykir fólki ýmist umdeilt á þessum lista.
Leikstjórinn og handritshöfundurinn James Gunn er þekktur fyrir að láta ýmis orð falla á samskiptamiðlinum Twitter (meira um það hér) og er öruggt að fullyrða það að aðgangurinn hans er afar virkur - oft þrælskemmtilegur. Nýverið kom Gunn af stað umræðuþræði þar sem hann taldi upp framhaldsmyndir (en einungis myndir… Lesa meira
Þetta segja Íslendingar um Jarðarförina mína: „Hver var að skera lauk?“
„Ég spái vexti í jarðarförum fyrir dánardag hér eftir“
Nýverið var frumsýnd glæný íslensk þáttaröð með Ladda í aðalhlutverki, en þar leikur hann (heldur óvinsælan) mann sem greinist með ólæknandi heilaæxli sama dag og hann kemst á eftirlaun. Hann hefur eytt síðustu áratugunum í tilgangslausa rútínu, fjarlægst fjölskyldu sína og ekki lifað lífinu sem skildi. Þá ákveður hann að… Lesa meira
Bíótal: Er hugmyndabanki Star Wars tæmdur?
Nýi Star Wars þríleikurinn tekinn í gegn á 10 mínútum.
Tvíeykið úr netþáttunum Bíótal hefur gefið út glænýtt innslag þar sem svonefndi „framhaldsþríleikur“ Star Wars myndanna er í brennidepli. Þar er um ræða myndirnar The Force Awakens, The Last Jedi og The Rise of Skywalker, en sú síðastnefnda var gefin út síðastliðinn vetur og var nýlega gefin út á stafrænu… Lesa meira
„Er hægt að gera góða kvikmynd um knattspyrnu?“
„Ég hef séð örugglega yfir 20 leiknar kvikmyndir um knattspyrnu og þær eru því miður allar frekar slappar“
„Hver einustu landsleikjahlé líða fyrir mér eins og heill mánuður í hvert skipti. Þá skoða ég dagatalið á hverjum degi og tel óþolinmóður niður dagana. Það hefur kannski aðeins breyst síðustu ár eftir að karlalandslið okkar varð frábært knattspyrnulið og hafa þeir nú gefið okkur endalaust af ljúfum minningum. „Aldrei… Lesa meira
Lætur ekki kórónuveiruna stöðva Guardians 3 eða Suicide Squad
Það borgar sig stundum að vera á undan áætlun. James Gunn er sultuslakur.
Mandatory Credit: Photo by Brian To/Variety/REX/Shutterstock (8553584df) James Gunn WGFestival, Los Angeles, USA - 25 Mar 2017 Leikstjórinn og handritshöfundurinn James Gunn fullyrðir að veirufaraldurinn muni ekki hafa áhrif á komandi verkefni sín, en það eru ofurhetjumyndirnar The Suicide Squad og Guardians of the Galaxy vol. 3. The Suicide Squad… Lesa meira
Sjáðu fyrstu myndirnar úr Dune
Því miður kemur Alejandro Jodorowsky hvergi að gerð myndarinnar. Lúkkar vel samt!
Heimsfræg vísindaskáldsaga Franks Herbert öðlast nýtt líf þar sem einvalalið leikara ræður ríkjum. Áform eru um að framleiða tvær myndir upp úr doðranti Herbert og lendir sú fyrri í kvikmyndahúsum rétt fyrir jól, að öllu óbreyttu. Áhorfendur gætu átt von á því að myndinni verði frestað í ljósi ástands síðustu… Lesa meira
Punkturinn lentur á Stöð 2 Maraþon
Punkturinn er íslenskur þáttur sem tekur skot á auglýsingar, staðalímyndir og alls konar hversdagslega samfélagsrýni.
Grínþátturinn Punkturinn er nýlentur á efnisveitunni Stöð 2 Maraþon, en þar er að finna hátt í 200 íslenskar þáttaraðir og kvikmyndir og má því með sanni segja að um stærstu efnisveituna með íslenskt efni sé að ræða.Punkturinn er íslenskur sketsaþáttur sem tekur skot á auglýsingar, staðalímyndir, orðagrín, kynjamyndir og alls… Lesa meira
Svona átti Black Widow upphaflega að deyja í Avengers: Endgame – Myndband
Flestir vilja meina að upprunalega útgáfan sé töluvert grimmari.
Stórmyndir fara í gegnum ýmiss konar breytingar á meðan á framleiðsluferli stendur. Risamyndin Avengers: Endgame er alls ekki undantekning frá þeirri reglu og úr fjölmörgum senum spilaðist öðruvísi áður en lokaklippinu var læst. Á meðal þeirra er atriðið þar sem Black Widow (Scarlett Johansson) ákveður að fórna sér fyrir sálarsteininn… Lesa meira
Segir óþarft að fínpússa nýju Bond-myndina
„Myndin er frábær eins og hún er“
Kvikmyndagerðarmaðurinn Cary Fukunaga, leikstjóri nýjustu myndarinnar um njósnarann James Bond, telur óþarft að nýta aðstæðurnar til að laga verkið til. Nýverið hafa sumir framleiðendur verið að nýta sér aukna tímann sem hefur fylgt ýmsum frestunum til að fínpússa lokavöru sína. Þekkt dæmi væri framleiðsla myndarinnar Black Widow, en ákvað kvikmyndaverið… Lesa meira
Kosning hafin um fyndnustu 48 stunda gamanmyndina
Hægt er að horfa og kjósa fyndnustu myndina.
Alls voru á þriðja tug gamanmynda sendar inn í 48 stunda gamanmyndakeppnina sem Gamanmyndahátíð Flateyrar og Reykjavík Foto stóðu fyrir. Nú eru allar gamanmyndirnar í keppninni aðgengilegar á heimasíðu Gamanmyndahátíðar Flateyrar. Þar geta landsmenn notið þess að horfa á fjölbreyttar og skemmtilegar gamanmyndir með þemanu “Heppni / Óheppni” sem voru… Lesa meira
Nýrri kvikmynd Baltasars frestað: „Það þýðir ekkert að tuða um þetta“
„Við verðum að vinna úr því sem við höfum“
„Þegar við heyrum af eldgosum og veirum, þá erum við minnt á að við búum á stað sem kallast Jörð, sem er stærri og öflugri en við öll. Stundum eigum við til að gleyma þessu. Við teljum vírusa og fleira slíkt vera eitthvað sem við getum haft stjórn á, en… Lesa meira
Rómantískar gamanmyndir með veiruþema
Snúum okkar raunveruleika aðeins á hvolf.
Hvernig verður kvikmyndasagan skrifuð í kjölfar fordæmalausrar farsóttar á okkar tækniöld? Verður fólk þreytt á því að sjá bíómyndir um faraldur, aukinn náungakærleika og veirur eða siglir þetta allt í furðulegri áttir? Það má ímynda sér margs konar gerðir af stórslysa- eða veirumyndum; yfirleitt fáum við þetta í formi drama,… Lesa meira
Vinsælast á Netflix á Íslandi – Joe Exotic á allra vörum
Þessa dagana eru Íslendingar óðir í konung tígranna, spænska ræningja, smyglara og dragdrottningar.
Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix hefur aukist stöðugt á undanförnum árum (og ekki síður undanfarna daga þegar sóttkví Íslendinga eykst með degi hverjum) og virðist vera nóg af framboði efnis sem hentar hverjum og einum. Fyrir nokkrum mánuðum tók veitan upp á því að birta lista yfir tíu vinsælustu titla… Lesa meira
Josh Brolin kennir fólki að skeina sér: „Mér er alvara“
Leikarinn ákvað að prófa ýmislegt á þessum erfiðu tímum. Eitt leiddi af öðru...
Bandaríski stórleikarinn Josh Brolin, sem meðal annars er þekktur fyrir hlutverk Þanosar í Avengers-myndunum, hefur mikilvæg skilaboð fram að færa. Líkt og flestir aðrir um allan heim er leikarinn í sjálfskipaðri einangrun og biðlar til fólks um að fara varlega með salernispappírinn á tímum farsóttar. Brolin hlóð upp á Instagram-síðu… Lesa meira
Þessar unglingamyndir skaltu forðast á Netflix
Það er úr nægu að velja.
Súrir tímar kalla á súrar dægrastyttingar. Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix hefur aukist stöðugt á undanförnum árum og virðist vera nóg framboð efnis sem hentar hverjum og einum. Því kemur það ekki á óvart hversu gífurlega gott hlaðborð er að finna af þáttaseríum og kvikmyndum miðuðum að unglingum og upp úr.… Lesa meira
Bílabíói frestað vegna veðurs
Lítum þó á björtu hliðarnar. Frestunin er ekki af völdum COVID.
Bíógestir eru orðnir vanir því þessa dagana að heyra fréttir af frestunum. Nú skrifast það að vísu ekki á kórónuveiruna, heldur vegna veðurs og gulrar viðvörunar, en til stóð hjá Senu og Smáralind að halda bílabíó nú um helgina. Á dagskrá voru íslensku kvikmyndirnar Jón Oddur & Jón Bjarni, Dalalíf… Lesa meira
Sandler flytur lag um sóttkvína: „Ég er orðinn virkilega þreyttur á fjölskyldunni“
Sandler veit hvað hann syngur... að sinni.
Bandaríski gamanleikarinn Adam Sandler hefur samið ýmis grínlög í gegnum ferilinn og frá upphafi hans í Saturday Night Live. Ákvað hann þá að nýta tækifæri eigin sóttkvíar og flytja lag um samtímann en þar er að sjálfsögðu slegið á létta strengi. Í textanum þakkar Sandler öllum læknum og hjúkrunarfólki sérstaklega… Lesa meira
Hvaða bíógrímur eru gagnslausar á tímum COVID?
Hér eru bestu og verstu bíógrímur kvikmyndasögunnar á tímum kórónuveirunnar.
Árið 2020 hefur, ásamt fjölda öðru, aukið vitundarvakningu fólks gagnvart áþreifanlegum grímum af ýmsu tagi. COVID-19 hefur sett veröldina á hliðina og skráð sig með ógnarhraða í sögubækurnar. Fólk víða um heim hefur gripið til hugmyndaríkra ráða með alls konar grímur, á almennum vettvangi eða í hlutverkaleik í einangrun. Á… Lesa meira
Vanmetinn veirutryllir; Warning Sign
Margir eru í stuði fyrir myndir sem innihalda veirur, einangrun og ótta í massavís þessa dagana. Myndir eins og „Contagion“ (2011) og „Outbreak“ (1995) fá mikla upprifjun og það er alltaf gott að sökkva sér í skáldskap á óvissutímum jafnvel þó umfjöllunarefnið komist óþægilega nálægt raunveruleikanum. Ein slík sem alla…
Margir eru í stuði fyrir myndir sem innihalda veirur, einangrun og ótta í massavís þessa dagana. Myndir eins og „Contagion“ (2011) og „Outbreak“ (1995) fá mikla upprifjun og það er alltaf gott að sökkva sér í skáldskap á óvissutímum jafnvel þó umfjöllunarefnið komist óþægilega nálægt raunveruleikanum. Ein slík sem alla… Lesa meira
Áreitni í Hollywood-rómantík – Sex dæmi um tímaskekkjur
Hver býður sig fram til að eiga einlægt samtal við þessar bíómyndir?
Tímarnir hafa svo sannarlega breyst og má rekja það í gegnum sögu dægurmenningar. Það er ótvírætt að þeir hafa breyst til hins betra í málum er snúa að kynferðislegri áreitni í skemmtanabransanum, hvort sem það varðar líkamlegt samþykki, andlega kúgun eða annað. Í ára(tuga)raðir hefur slík hugsun varla tíðkast í… Lesa meira
Hver er staðan á Eurovision myndinni frá Netflix?
Þar sem engin keppni verður í ár er upplagt að hafa varaval.
Íslendingar bíða eflaust margir hverjir spenntir eftir Eurovision-kvikmyndinni með gamanleikaranum Will Ferrell í aðalhlutverki. Það eru risarnir hjá Netflix sem framleiða Eurovision-myndina og er þetta fyrsta samstarfsverkefni grínarans við streymisveituna. Tökur fóru fram í fyrrasumar í London, Edinborg og við Húsavík. Það kemur því fáum á óvart að fjöldi þekktra,… Lesa meira
Bílabíó við Smáralind – Þrjár myndir á tveimur dögum
„I love it!“
Eins og reglulegir bíófarar vita hafa kvikmyndahús lokað dyrum í ótilgreindan tíma í ljósi faraldurs. Þó hefur vonin ekki verið öll fyrir fólk sem vill sækjast í kvikmyndaupplifun utan heimastofunnar, en á dögunum var haldið bílabíó á plani við reiðhöllina Faxaborg, rétt ofan við Borgarnes. Á dagskrá var kvikmyndin Nýtt… Lesa meira
Sannar að hægt er að gera jafnræði kynþokkafullt
„Leitast er við að fjalla um og sýna kvenlegt hlutskipti, það sem felst í því að vera kona.“
„Konum í myndinni er aldrei refsað fyrir kvenleika, kynhvöt eða kynhneigð sína. Engin sektarkennd fylgir kynhneigð þeirra eins og oft er tilfellið í kvikmyndum sem fjalla um hinsegin fólk, kynhneigð þeirra er náttúruleg og flæðandi eins og hafið.“Þetta skrifa þau Jóna Gréta Hilmarsdóttir og Hrafnkell Úlfur Ragnarsson, kvikmyndafræðinemar, á vefritið… Lesa meira
Útilokar ekki aðra Kill Bill: „Þetta er algjörlega í spilunum“
Ekki búast við að tíunda kvikmynd Tarantinos fjalli um Hans Landa á æskuárunum.
Eins og mörgum kvikmyndaáhugamönnum er kunnugt, stendur til hjá hinum virta leikstjóra Quentin Tarantino að skella í lás að loknu tíunda framlagi sínu til kvikmyndagerðar. Aðdáendur mannsins eru þegar farnir að ræða sín á milli hvernig svanasöngur hans muni verða og hvers lags efni verði fyrir valinu. Krossleggja margir fingur… Lesa meira
Í hvaða bíómynd er Pappírs-Pési staddur? – Giskaðu á rammana
Pappírs-Pési er fastur í kvikmyndasögunni. Getur þú frelsað hann og nefnt allar myndirnar?
Þann 1. apríl á hverju ári er fólk vanalega blekkt hvatt til að fara yfir þröskulda, eða hlaupa fyrsta apríl, eins og sagt er. Vilja jafnvel sumir meina að fólk þurfi fara yfir þrjá þröskulda til að aprílhlaupið sé fullgilt. Sumir segja þó nóg sé að fara þrjá faðma eða… Lesa meira
Handritshöfundur Rise of Skywalker opnar sig: „Aldrei þurft að endurskrifa bíómynd svona oft“
„Manni finnst aldrei neitt vera nógu gott“
Eins og mörgum Star Wars-aðdáendum er eflaust kunnugt um voru viðtökurnar við nýjustu og níundu mynd hinnar svonefndu Skywalker-sögu, The Rise of Skywalker, vægast sagt blendnar. Ef marka má gagnrýnendavefinn RottenTomatoes hefur engin leikin Star Wars kvikmynd hlotið slakari dóma og hafa margir hverjir verið duglegir að deila á gæði… Lesa meira
Íslenskt efni með víða dreifingu á Netflix erlendis
Ekki er enn vitað hvort til standi að gefa Blossa út á streymisveitum erlendis... eða nokkurs staðar.
Í íslenskri kvikmyndagerð er oft slegist um þann heiður að vera endurgerðar erlendis og hafa ófáar endurgerðir á íslenskum verkum verið settar á teikniborðið undanfarin ár. Aftur á móti er það ekki síður merkilegur árangur þegar okkar eigið, innlenda afþreyingarefni finnur ákveðinn sess og markað erlendis. Heppilega, með góðri útbreiðslu… Lesa meira
Alvarleg veikindi settu þættina í nýtt samhengi
„Og þetta orð dauðvona. Á von erindi í þetta orð?“
Um páskana verður frumsýnd glæný þáttaröð með Þórhalli Sigurðssyni í lykilhlutverki sem ber heitið Jarðarförin mín. Þættirnir eru byggðir á hugmynd Jóns Gunnars Geirdals, frasakóngs og athafnamanns og koma þau Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, Baldvin Z, Sóli Hólm og fleiri að handritsgerð seríunnar.Jón Gunnar var gestur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í Segðu… Lesa meira

