Britney vekur athygli með bíódómi

Söngkonan Britney Spears, einnig þekkt sem aðalleikkona kvikmyndarinnar Crossroads, hefur horft á óteljandi bíómyndir í sóttkvínni. Þetta sagði hún nýlega á Instagram-aðgangi sínum en þar hefur hún heldur betur komið umtali í gang með svonefndu „hot take“ á kvikmynd sem er talin eitt stærsta flopp síðustu missera. Það mun vera stórmyndin um Dagfinn dýralækni þar sem Robert Downey Jr. fer með titilhlutverkið.

Myndin er sögð hafa kostað í kringum 175 milljónir Bandaríkjadala en endaði í tapi upp á rúma 100 milljarða. Til að bæta gráu ofan á svart ékk myndin afleita dóma hjá gagnrýnendum, bíógestum og var víða í fjölmiðlum fjallað um vandræðin á bakvið tjöldin.

Britney er þó ekki sammála meirihluta áhorfenda og segir hún Dolittle vera skylduáhorf enda auðvelt að verða ástfanginn af Downey. Hún viðurkennir þó að hafa ekki fylgst nægilega með atburðarás kvikmyndarinnar, ástæðan sé sökum þess hvað fatnaður aðalleikarans var glæsilegur. Hún hvetur áhorfendur eindregið til að gera ekki sömu mistök og hún.

„Ef þú horfir á þessa mynd og dáist jafnmikið og ég að jökkum hans [Downeys] og fatnaði, ekki týna þér í þessu eins og ég gerði. Það sem ég man eftir [af myndinni] var að hann er maður sem getur talað við dýr og algjör snillingur,“ segir Britney en tekur þó fram að henni hafi þótt dýrin í myndinni sprenghlægileg.

Hér má sjá brot úr Dolittle – og færslu söngkonunnar fyrir neðan hana.

https://www.youtube.com/watch?v=AkAAsbfD_6Y