Förðun Jókersins undir áhrifum frá Bacon

Leikstjórinn Christopher Nolan leitaði að innblástri hjá listmálaranum Francis Bacon þegar kom að því að farða Heath Ledger fyrir hlutverk Jókersins í The Dark Knight.

heath_ledger_as_the_joker_the_dark_knight_movie_image1

Í myndböndum sem voru gerð fyrir Tate-galleríið í London útskýrði Nolan hvers vegna hann leitaði til verka Bacon.

Heath, John Caglione, sem annaðist förðunina, og ég vorum að leita að aðferð til að gera trúða-förðunina meira ógnandi og raunsærri. Ég náði í bók með málverkum Bacon og sýndi þeim mismunandi útgáfur af því hvernig málningin og litirnir blönduðust saman,“ sagði Nolan. „Við vorum með þetta í huga við förðunina.“

„Með þessari förðun tókst Heath að nota andlitið sitt sem striga, með aðstoð förðunarmeistarans.“