Gotham flytur til New Orleans

Vefsíðan Superhero Hype hefur staðfest þær sögusagnir sem gengið hafa, að framleiðendur næstu Batman myndar í leikstjórn Christopher Nolan, hafi ákveðið að færa Gotham borg til New Orleans, í stað Chicago, en síðustu myndir hafa að megninu til verið teknar þar í borg.

Það verður gaman að sjá hvernig það á eftir að koma út. Kannski sést enginn munur. Það væri gaman ef einhverjir sem hafa komið til New Orleans myndu tjá sig um þetta val.

Batman starir í sorta Chicago borgar. Næst mun hann horfa inn í New Orleanska Gotham borg.