Bestu myndir síðustu 25 ára á Imdb.com

Kvikmyndavefurinn Imdb.com hefur tekið saman lista yfir bestu myndir síðustu 25 ára, eina fyrir hvert ár.  Á meðal mynda á listanum eru Django Unchained, Inception, The Dark Knight, Fight Club og The Shawshank Redemption. Tölvuforritarinn Col Needham stofnaði Imdb.com árið 1990, eða fyrir 25 árum. Í september síðastliðnum voru um 3,4 milljónir titla í gagnagrunni síðunnar (þar […]

Förðun Jókersins undir áhrifum frá Bacon

Leikstjórinn Christopher Nolan leitaði að innblástri hjá listmálaranum Francis Bacon þegar kom að því að farða Heath Ledger fyrir hlutverk Jókersins í The Dark Knight. Í myndböndum sem voru gerð fyrir Tate-galleríið í London útskýrði Nolan hvers vegna hann leitaði til verka Bacon. „Heath, John Caglione, sem annaðist förðunina, og ég vorum að leita að […]

Enginn Zimmer ennþá

Mynd Zack Snyder, Man of Steel 2, eða Batman vs. Superman, er að fara í gang eins og við sögðum frá rétt í þessu. Búið er að ráða aðalleikara fyrir þónokkru og annað er að púslast saman. Enn er þó einn maður sem ekki  veit hvort hann muni mæta aftur til leiks, en það er […]

Fær Bale milljarða fyrir Batman?

Breska slúðurblaðið The Sun, sem er kannski ekki það áreiðanlegasta á markaðnum, segir að Warner Bros kvikmyndafyrirtækið sé reiðubúið að greiða Christian Bale, sem lék Batman í The Dark Knight þríleik Christopher Nolan, 60 milljónir Bandaríkjadala ( 7,2 milljarða íslenskra króna ) fyrir að snúa aftur í hlutverki Batman í mynd sem á að gera með […]

Eckhart minnist Ledger

Leikarinn Heath Ledger vakti fyrst athygli fyrir leik í myndinni 10 Things I Hate About You en öðlaðist heimsfrægð fyrir aðalhlutverk í Brokeback Mountain og var tilnefndur til Óskarsverðlauna og fjölmargra annarra verðlauna fyrir leik sinn í henni árið 2005. Það var síðan ekki fyrr en hann lék The Joker í kvikmyndinni The Dark Knight sem hann […]

Súperman meira krefjandi en Batman

Christopher Nolan hefur hrósað kollega sínum Zack Snyder í hástert fyrir starf sitt við hina væntanlegu Man of Steel.  Hann segir myndina mun meira krefjandi en Batman-þríleikinn sem hann hefur nýlokið við að leikstýra. Nolan framleiðir Man of Steel sem er endurræsing á Súperman-myndabálkinum. „Zack var hárrétti maðurinn til að taka að sér þetta verkefni. […]

Skikkja Leðurblökumannsins er slysagildra

Eðlisfræðingar við Háskólann í Leicester hafa fundið út að skikkja Leðurblökumannsins er í raun slysagildra ef eðlisfræðilögmál eiga einnig að gilda í kvikmyndum. Fjögurra ára rannsókn mastersnema í skólanum komst að þeirri niðurstöðu að að lending Leðurblökumannsins eftir meðallangt svif úr háhýsum Gotham borgar jafngildir því að verða fyrir bíl á 80,47 kílómetra hraða á […]

Besti Batman-leikurinn skoðaður

Það er búið að læsa alla glæpamenn í einum hluta Gotham, sem ber nafnið Arkham City. Fangarnir ráfa frjálsir um og geta gert hvað sem þeir vilja. En það er ekki alveg svo einfalt þegar stærstu og öflugustu glæpamennirnir eru við völd. Jokerinn, Mörgæsin og Two-face eiga allir sinn eigin hluta í borginni og meðfylgjandi […]

Rannsóknarlögreglu maðurinn og eftirlit

Öll þekkjum við fígúru rannsóknarlögreglumannsins í kvikmyndum og sjónvarpi, það eina sem þarf er rykfrakki og kannski hattur og/eða sögumannsrödd. Þessari grein er ætlað að varpa ljósi á þessa fígúru, hvernig við skynjum hana og af hverju, en einnig að kynna nýja hlið á hvað persónan gæti táknað. Til þess að ná utan um mikilvægi […]

Nolan og Cameron eru ósammála um 3-D

Mikil umræða hefur myndast í kringum þrívíddartækni sem er notuð í miklum mæli í kvikmyndum nútímans. Mörgum finnst þetta vera þróun til hins betra en margir eru ósammála því og kjósa að horfa á myndir í tvívídd. Stórleikstjórarnir James Cameron og Christopher Nolan eru á öndverðum meiði þegar kemur að notkun þrívíddartækni í kvikmyndum. Cameron […]

Bale hættir eftir Dark Knight Rises

Stórleikarinn Christian Bale hefur lýst því yfir að hann sé búinn að leggja skikkjuna á snagann. Tökum á The Dark Knight Rises lauk fyrir stuttu og nú tekur við eftirvinnsla myndarinnar. Bale lítur svo á að sínu verki sé nú lokið og að hann ásamt leikstjóra myndarinnar, Christopher Nolan, munu ekki gera fleiri Batman myndir […]

Nolan talar um The Dark Knight Rises

Christopher Nolan kom fram í viðtali við kvikmyndatímaritið Empire nýverið og sagði nokkur orð um The Dark Knight Rises. ,,Þetta kemur eflaust einhverjum á óvart, en The Dark Knight Rises gerist löngu síðar en The Dark Knight, nánar tiltekið 8 árum síðar.“ sagði Nolan í viðtalinu. ,,Það er því óhætt að segja að Bruce Wayne […]

Vertu í The Dark Knight Rises!

Hans Zimmer vinnur nú hörðum höndum að því að búa til tónlistina fyrir The Dark Knight Rises, nú án samstarfsfélagsans James Newton Howard sem starfaði með honum að tónlistinni á Batman Begins og The Dark Knight. Hann hefur því leitað annað eftir aðstoð – til þín! Á tónlistarsköpunarsíðunnni Ujam.com setti hann upp beiðni til aðdáenda […]

Bráðum hægt að leigja Pulp Fiction á Facebook

Miramax kvikmyndafyrirtækið tilkynnti fyrr í vikunni á bloggsíðu að það ætlaði í samstarfi við Facebook samskiptavefinn, að setja í gang Miramax Experience, sem er viðbót við Facebook ( app ) sem mun gefa Facebook notendum um allan heim tækifæri til að horfa á búta úr kvikmyndum og heilar kvikmyndir sem Miramax hefur framleitt. Þetta er […]

Eckhart eltist við hættulegan Pétur Pan

Það eru þónokkrar myndir um Pétur Pan í burðarliðnum, en það verður að segjast að sú áhugaverðasta sé í vinnslu hjá Warner Bros. Í myndinni, sem Guillermo Del Toro átti upprunalega að leikstýra en hætti við, fer Aaron Eckhart (The Dark Knight) með hlutverk Kaptein Króks. Í myndinni er Kapteinninn fyrrum rannsóknarlögreglumaður sem eltir uppi […]

Batman-hlutverk Gordon-Levitt afhjúpað?

Nýlega var staðfest að leikarinn Joseph Gordon-Levitt myndi leika í næstu mynd Christopher Nolan um Leðurblökumanninn, The Dark Knight Rises. Margar kenningar hafa verið á sveimi varðandi hlutverk Gordon-Levitts en meðal annars var því haldið fram að hann myndi leika Robin, hjálparhellu Batman. Tímaritið Variety heldur því nú fram að hlutverk Gordon-Levitts verður Alberto Falcone. […]

Gary Oldman talar um The Dark Knight Rises

Leikarinn Gary Oldman ræddi nýverið við MTV um væntanlega ævintýramynd sína, Red Riding Hood, en að sjálfsögðu notuðu þeir tækifærið og spurðu hann um The Dark Knight Rises. Oldman mun snúa aftur sem lögreglustjórinn James Gordon, en leikarinn sagðist ekki enn hafa lesið handritið. Þrátt fyrir það viti hann hvernig sagan verði. „Maður lítur á […]

Fyrsta mynd af tökustað Dark Knight Rises?

Það liggur við að maður fái fráhvarfseinkenni ef heill dagur líður án þess að eitthvað nýtt fréttist af framleiðslu the Dark Knight Rises. Nokkrum flugskýlum á Cardington í Bretlandi var breytt í hljóðsvið fyrir bæði Batman Begins og The Dark Knight, og sagan hermir að Nolan muni nota þau á ný fyrir þriðju Batman myndina. […]

Joker í Dark Knight Rises?

Eins og flestir vita var ætlun Christopher Nolan að The Joker, illmennið úr The Dark Knight, myndi snúa aftur í þriðju og síðustu mynd hans í Batman seríunni víðfrægu. En leikarinn Heath Ledger, sem hlaut meðal annars Óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á geðveika trúðinum, lést rétt eftir að tökum á The Dark Knight lauk og […]

Gotham flytur til New Orleans

Vefsíðan Superhero Hype hefur staðfest þær sögusagnir sem gengið hafa, að framleiðendur næstu Batman myndar í leikstjórn Christopher Nolan, hafi ákveðið að færa Gotham borg til New Orleans, í stað Chicago, en síðustu myndir hafa að megninu til verið teknar þar í borg. Það verður gaman að sjá hvernig það á eftir að koma út. […]

Nolan leikstýrir Batman 3

Stórmyndaleikstjórinn Christopher Nolan mun leikstýra Batman 3, framhaldi The Dark Knight, samkvæmt nýjustu fregnum úr Hollywood. Þetta kemur þó ekki alfarið á óvart, en hefur þó aldrei verið staðfest fyrr en nú. Nolan leikstýrði einnig The Dark Knight. Nolan er funheitur þessa dagana eftir gerð Inception sem er enn hátt á vinsældarlistum um allan heim, […]

Freeman og Colley-Lee skilin

Stórleikarinn Morgan Freeman og eiginkona hans eru formlega skilin, en dómari í Tallahatchie County hefur úrskurðað endanlegra í málinu. „Þessu lauk án réttarhalds,“ sagði William R. Wright, lögmaður Freemans, í samtali við AP fréttastofuna. „Það eru allir ánægðir með að þessu sé lokið.“ Freeman og nú fyrrum eiginkona hans Myrna Colley – Lee, skildu að […]