Fær Bale milljarða fyrir Batman?

baleBreska slúðurblaðið The Sun, sem er kannski ekki það áreiðanlegasta á markaðnum, segir að Warner Bros kvikmyndafyrirtækið sé reiðubúið að greiða Christian Bale, sem lék Batman í The Dark Knight þríleik Christopher Nolan, 60 milljónir Bandaríkjadala ( 7,2 milljarða íslenskra króna ) fyrir að snúa aftur í hlutverki Batman í mynd sem á að gera með bæði Batman og Superman saman í mynd.

Flestir ættu að sjá að það hlýtur að vera besti kosturinn að fá Bale aftur, enda naut hann mikilla vinsælda sem Batman.

Bruce Wayne settist í helgan stein eftir The Dark Knight Rises, en það hefur aldrei verið mikið mál að láta skáldsagnapersónur koma til baka, rísa upp frá dauðum, og þar fram eftir götunum.

Batman vs. Superman ( eða hvað sem myndin mun á endanum heita ) verður frumsýnd árið 2015.