Ekki anda – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan úr hrollvekjunni Don´t Breath, eða Ekki anda í lauslegri þýðingu, er komin út en myndin er eftir þann sama og endurgerði Evil Dead hrollvekjuna; Fede Alvarez.

dont breathe

Stiklan lítur spennandi út. Þrjú ungmenni í Detroit fylgjast með blindum manni sem þau hyggjast ræna, og brjótast svo inn til hans, en hann reynist svo vera erfiðari viðfangs en þau héldu. Með hlutverk hins blinda fer Stephen Lang, sem lék liðsforingjann í Avatar.

Með helstu hlutverk fara Jane Levy úr Evil Dead, Daniel Zovatto úr It Follows og Dylan Minnette úr Goosebumps.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: