Cruise setur Mission Impossible 5 í forgang

2011_mission_impossibl_ghost_protocol_009Það er alltaf nóg að gera hjá Tom Cruise og á hann við það þæginlega vandamál að þurfa velja og hafna hlutverkum í gríð og erg.

Það hefur oft reynst leikurum mikill hausverkur að hafna góðum hlutverkum þegar þeir eru búnir að skrifa undir fyrir aðra kvikmynd. Í tilviki Cruise þá virðist sem hann eigi ekki erfitt með að hætta við að leika í hinum og þessum kvikmyndum því þegar það kemur að Cruise, þá ræður hann ferðinni, en ekki kvikmyndaverin.

Cruise hætti nýlega við að leika í kvikmyndinni The Man From U.N.C.L.E. Þetta gerði hann eftir að George Clooney heltist úr lestinni við gerð myndarinnar. Leikstjórarnir Steven Soderbergh og Guy Ritchie hafa einnig verið orðaðir við kvikmyndina en hlutirnir virðast ekki ætla að ganga upp. Framleiðslufyrirtækið Warner Bros framleiðir myndina og verður því forvitnilegt að sjá hvernig þeir tækla framleiðsluna eftir þessi áföll.

Þess í stað hefur Cruise sett forgang á tökur framhaldsmyndarinnar Mission Impossible 5 og er áætlað að tökur hefjist seinnihluta þessa árs. Vonandi að hlutirnir gangi betur upp þar á bæ heldur en í The Man From U.N.C.L.E.