Tom Cruise verður í Mission Impossible 5

Tom Cruise hefur samkvæmt Deadline.com samþykkt að leika ofurnjósnarann Ethan Hunt í fimmtu Mission Impossible myndinni.
Vinur og samstarfsmaður Cruise til margra ára, Christopher McQuarrie,  er að íhuga hvort hann vilji taka að sér handritsskrif og leikstjórn, en ekkert er ákveðið ennþá.

McQuarrie og Cruise unnu síðast saman að Jack Reacher, en McQuarrie skrifaði þá mynd og leikstýrði einnig.

Framleiðendur MI 5 verða Paramount Pictures og Skydance Productions.

Það kemur í sjálfu sér lítið á óvart að búið sé að ákveða að gera fimmtu myndina í þessari vinsælu seríu, enda þénaði síðasta mynd, Ghost Protocol, litlar 700 milljónir Bandaríkjadala í bíó.