Cameron fer í kaf á afmælisdaginn

Stórmyndaleikstjórinn James Cameron, þekktur fyrir myndir eins og Avatar og Titanic, er einnig stórhuga í einkalífinu og ætlar núna að halda upp á 56 ára afmæli sitt neðansjávar, eða 1.600 metrum fyrir neðan yfirborð vatnsins Baikal í Rússlandi, en það er talið elsta og stærsta vatn í heimi. „.. nema veðrið verði slæmt, en þá mun ég skála við rússnesku áhöfnina í höfninni,“ sagði Camoron við AP fréttstofuna.

Cameron hefur lengi verið áhugamaður um hafdjúpin, en hann er að byggja kafbát í Ástralíu sem mun sigla með hann 36 þúsund fet neðansjávar, eða 11 kílómetra. Hann er einnig að þróa þrívíddar neðansjávarmyndavél og segist ætla að gera leikna neðansjávarkvikmynd, sem hann gerir hugsanlega áður en hann gerir Avatar 2.