Lang rís upp frá dauðum í Avatar

Þó að svo hafi virst sem persóna leikarans Stephen Lang, liðþjálfinn Miles Quaritch, hafi farið á fund forfeðra sinna í stórmyndinni Avatar eftir James Cameron þá hefur Cameron nú upplýst að Lang muni  ekki einvörðungu snúa aftur í Avatar 2 heldur verði hann með í öllum þremur framhaldsmyndum Avatar!

stephen lang„Steven var svo eftirminnilegur í fyrstu myndinni, að það er okkur mikill heiður að fá hann aftur,“ sagði Cameron. „Ég ætla ekki að segja nákvæmlega HVERNIG við ætlum að endurheimta hann, en þetta er vísindaskáldsaga, eftir allt. Persóna hans mun þróast í óvæntar áttir í þessum myndum. Ég hlakka mikið til að vinna með svona hæfileikaríkum leikara, sem er einnig orðinn góður vinur minn.“

Cameron er til dæmis ekki óvanur því að beita tímaflakki í myndum sínum, eins og Terminator til dæmis, til að endurvekja persónur, þannig að allt er mögulegt í heimi kvikmyndanna.

Lang hefur að undanförnu leikið undir stjórn Michael Mann í sjónvarpsþáttunum Crime Story.