120 rammar á sekúndu

Leikstjórinn James Cameron íhugar að taka upp framhaldsmyndir Avatar á 120 römmum á sekúndu, í 3D með 4K upplausn í þokkabót, en langflestar kvikmyndir eru teknar upp á 24 römmum á sekúndu. Til samanburðar má nefna að The Hobbit-þríleikur Peter Jacksons er tekinn upp á 48 römmum á sekúndu.

Samkvæmt The Hollywood Reporter hefur frumkvöðullinn og leikstjórinn Douglas Trumbull átt í samræðum við framleiðendur Avatar um að nota ‘High Frame Rate 3D’-kerfið sitt sem hann hefur verið að þróa í nokkurn tíma og á að vera framtíðin í kvikmyndum að hans eigin sögn.

,,Ég veit að Cameron elskar HFR og þetta myndi henta framhaldsmyndunum hans mjög vel,“ var haft eftir Trumbull sem hefur einnig getið sér gott orð í kvikmyndaiðnaðum fyrir tæknibrellur í kvikmyndunum Blade Runner og The Tree of Life.

avatar_high_resolution-wide

Fleiri rammar á sekúndu þýðir að fleiri rammar séu notaðir til að birta myndina og gefur hreinni, mýkri og raunverulegri mynd. Sumum þykir rammafjöldin vera of mikið af hinu góða og minna stundum á sápuóperur, sem oftast eru teknar á fleiri römmum á sekúndu en tíðkast í kvikmyndum.

Avat­ar vakti mikla at­hygli fyr­ir myndræna og litríka þrívídd og má bú­ast við því að Ca­meron bæti um bet­ur í framhaldsmyndunum sem eru væntanlegar á ár­un­um 2016 til 2018.