Bruce Willis vill Die Hard 5 og 6

Harðjaxlinn og kvikmyndaleikarinn Bruce Willis segist í samtali við FHM tímaritið vilja leika í tveimur Die Hard myndum til viðbótar, en nú þegar hafa verið gerðar fjórar slíkar myndir, sem allar hafa notið mikilla vinsælda.

Einhverjir gætu haldið að Willis fari að verða of gamall í hlutverkið, en hann segist sjálfur verið fær um að slást og hlaupa, amk. ennþá. „Þeir gætu hæglega fundið einhvern í staðinn fyrir mig í hlutverkið á næstu árum, eða kallað persónuna eitthvað annað, en mig langar persónulega að gera Die Hard 5, og svo eina í lokin, Die Hard 6, áður en ég legg persónuna á hilluna,“ segir leikarinn í samtalinu.

„Eins og er þá get ég hlaupið og barist á hvíta tjaldinu. En það kemur að því að ég vilji ekki gera það lengur. Þá mun ég ekki vilja leika í Die Hard myndum lengur,“ bætir Willis við í viðtalinu.

Eru menn spenntir fyrir nýjum Die Hard myndum? Kemur einhver annar til greina í hlutverk John McClane?