Batman í nýjum búningi í Justice League

Zack Snyder, leikstjóri Justic League, hefur birt ljósmynd af Ben Affleck í nýjum Batman-búningi með verndargleraugu á höfðinu. Hjá honum er svo Batmobile.

Samkvæmt færslu Snyder á Twitter var um að ræða síðasta tökudaginn með Batman í Justice League.

Tökur á myndinni hófust í apríl síðastliðnum en hún verður frumsýnd í nóvember á næsta ári.