Snyder leikstýrir Justice League

zacksnyderWarner Bros tilkynntu í dag að Zack Snyder mun leikstýra ofurhetjumyndinni Justice League. Snyder hefur áður leikstýrt ofurhetjumyndinni Man of Steel og hefur auk þess gert kvikmyndirnar Watchmen og 300.

Forseti framleiðslufyrirtækisins, Greg Silverman, staðfesti þetta í dag og sagði að nú væri myndin loksins orðin að raunveruleika. “Myndin verður enn ein viðbótin við heim ofuretja og mun Superman vs Batman verða forveri Justice League,” var haft eftir Silverman.

Justice League er eitt vinsælasta og stærsta ofurhetjulið sem þekkst hefur, en í röðum þeirra eru Batman, Superman, Wonder Woman, Green Lantern, The Flash og fleiri.

Aðdáendur Dc Comics ættu því að vera kampakátir með að fá allar helstu ofurhetjurnar saman á hvíta tjaldinu. Áætlað er að sömu leikarar og hafa birst í þeim einstaklingsmyndunum sem gerðar hafa verið muni snúa á ný í Justice League og má þar telja Henry Cavill og Ryan Reynolds, auk þess sem Ben Affleck leikur Batman og Gal Gadot fer með hlutverk Wonder Woman.