Batman meira áberandi en Súperman

Zack Snyder, sem leikstýrir Batman v Superman, segir að Batman verði meira áberandi í myndinni, að minnsta kosti til að byrja með. Ben Affleck fer þar með hlutverk skikkjuklæddu ofurhetjunnar í fyrsta sinn. batman

„Þetta er öðruvísi Batman en sá sem var í Chris Nolan-myndunum og þess vegna þurfum við að útskýra ýmislegt í byrjun. Svo er stutt síðan Súperman var í bíó,“ sagði Snyder, en Man of Steel kom út fyrir tveimur árum.

Nýlega var greint frá því að Affleck ætli að leika í, skrifa handritið að og leikstýra annarri Batman-mynd sem mun fylgja í kjölfar Batman v Superman.

Affleck byrjar að vinna við myndina í nóvember eftir að hann lýkur tökum á Live By Night.