Banderas verður Picasso

pablo picassoSpænski leikarinn Antonio Banderas segir að tími sé kominn til fyrir sig að taka sér pensil í hönd og leika einn þekktasta myndlistarmann tuttugustu aldarinnar, Spánverjann Pablo Picasso. Banderas og Picasso eru báðir ættaðir frá Malaga á Spáni.

images

Banderas segir að hann muni taka að sér hlutverk málarans í mynd spænska leikstjórans Carlos Saura, 33 Dias, sem er mynd sem fjallar um meistaraverk Picasso, Guernica.

„Ég hafnaði hlutverkinu á sínum tíma, en nú er rétti tíminn fyrir mig að gera þetta þar sem ég skil hann nú betur, og ég er um það bil á sama aldri og hann var þegar atburðirnir gerðust [ sem Guernica fjallar um ] árið 1937, þegar hann var 55 eða 56 ára, og ég er að nálgast þann aldur,“ sagði Banderas sem verður 54 ára í sumar.

Myndin „segir frá erfiðum tíma í sögu Spánar, í miðju borgarastríðinu, þegar yfirvöld báðu Picasso um að gera veggmynd sem hann hafnaði upphaflega en samþykkti síðar, þegar [sveitabærinn] Guernica var sprengdur,“ sagði Banderas við fréttamenn á hátíðarhöldum í Malaga Hall á suður Spáni.

PicassoGuernica

Leikarinn vinnur nú á ný „með vini mínum og manni sem Spánverjar standa í mikilli þakkarskuld við vegna starfa hans að kvikmyndum og menningu, Hr. Carlos Saura,“ sagði leikarinn.

Gwyneth Paltrow hefur einnig samþykkt að leika í myndinni að sögn Banderas.

Banderas ætlar að vera í Malaga um Páskana, en fer til Kolumbíu 3. maí samkvæmt latino.foxnews.com.