Stallone staðfestir Banderas og Gibson

banderasEnn bætist í stjörnum stjörnum prýtt leikaralið Expendables 3 hasaramyndarinnar. Sylvester Stallone, aðal maðurinn á bakvið myndirnar,  hefur nú tilkynnt að spænski leikarinn Antonio Banderas hafi slegist í hópinn. Auk þess staðfesti Stallone þátttöku Mel Gibson, en við höfum áður sagt óstaðfestar fréttir af því hér á kvikmyndir.is

Aðrir staðfestir leikarar í myndinni eru auk Stallone sjálfs, Harrison Ford, Arnold Schwarzenegger, Jason Statham, Jackie Chan, Dolph Lundgren, Mickey Rourke og Kellan Lutz.

„Hann er frábær leikari og heiðursmaður,“sagði Stallone í yfirlýsingu.

Stallone og Banderas léku síðast saman í myndinni Assassins árið 1995.

gibsonMel Gibson var í eina tíð ein hæst launaða Hollywood stjarnan, en ýmis atvik í einkalífi leikarans hafa sett mark sitt á ferilinn. Svo virðist sem hann sé að feta sig inn á sviðið á nýjan leik, og velji til þess hlutverk ilmmenna, en hann mun leika aðal illmennið í Expendables 3 ásamt því sem hann leikur óþokka í nýjustu mynd Robert Rodriguez, Machete Kills.