Avengers: Endgame stikla – Hluti ferðalagsins er endirinn

Fyrst stiklan úr næstu Avengers mynd, Avengers: Endgame, er komin út, einu ári og einni viku eftir að fyrsta stiklan úr síðustu Avengers mynd, Avengers: Infinity War kom út.

Stiklan hefst á drungalegum nótum, þar sem Tony Stark, eða Iron man, er staddur úti í geimi, í geimskipi sem hann virðist hafa fundið, eða hróflað upp, á tunglinu Títan.

Stark, sem Robert Downey Jr. leikur, virðist vera bugaður á sál og líkama, líkt og maður sem hefur meðtekið örlög sin. „Hluti ferðalagsins er endir þess,“ segir hann.

Og Black Widow, sem Scarlett Johanson leikur, bætir við: „Thanos gerði nákvæmlega það sem hann ætlaði að gera. Hann þurrkaði út helming alls lífs.“

„Við töpuðum öll,“ segir Captain America. „Við misstum vini, við misstum fjölskyldu, við týndum sjálfum okkur. Nú þurfum við að berjast fyrir lífi okkar.“

Í stiklunni sjáum við m.a.  ofurhetjunni Hawkaey, í túlkun Jeremy Renner, bregða fyrir  í fyrsta sinn í langan tíma, og ýmislegt fleira.

Myndin kemur í bíó á Íslandi 26. apríl næstkomandi.

Sjón er sögu ríkari. Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: