Captain America – Kitla fyrir stiklu

Fyrr í dag birtum við nýtt plakat fyrir Marvel ofurhetjumyndina Captain America: The Winter Soldier, og nú bætum við um betur og birtum kitluna fyrir stiklu myndarinnar, auk tveggja ljósmynda úr myndinni þar fyrir neðan.

Í kitlunni sjáum við hetjuna okkar Captain America á harðahlaupum og félaga hans Svörtu ekkjuna sem Scarlett Johansen leikur, líta íbyggna í myndavélina.

Sjáðu kitluna hér fyrir neðan:

Fyrir ykkur sem fannst þetta full stutt sýnishorn þá þarf ekki að bíða lengi eftir stiklu í fullri lengd, en hún verður frumsýnd á morgun, fimmtudaginn 24. október.

Leikstjórar eru Joe og Anthony Russo og Christopher Markus og Stephen McFeely skrifa handrit. Aðrir helstu leikarar eru Samuel L. Jackson, Robert Redford, obie Smulders, Emily VanCamp, Anthony Mackie og Frank Grillo.

captain 2 captain

 

Myndin kemur í bíó í apríl á næsta ári.