„Rocky breytti mér í hrokagikk“

stalloneLeikarinn Sylvester Stallone hefur viðurkennt að velgengni kvikmyndarinnar Rocky hafi gert hann að hrokagikk. Stallone segir að honum hafi fundist hann vera yfir aðra hafinn, og að hann hafi ekki notað vald sitt til góðs.

„Rocky breytti mér í hrokagikk og ég misnotaði vald mitt, ég les stundum gömul viðtöl við mig og þá langar mig helst að fara aftur í tímann og kýla mig í andlitið.“

Eftir reynslu á sviði árið 1978 áttaði leikarinn sig á því að heimurinn snérist ekki í kringum hann, þar lék Stallone í verki sem hét Paradise Alley, og þegar leikritið byrjaði voru aðeins tveir í salnum.

„Og annar þeirra var sofandi, þetta var reynsla sem kom mér aftur á jörðina.“ bætir Stallone við.