Wild Bunch endurgerð á leiðinni?

Enn ein fréttin um að Hollywood sé að endurgera klassíska mynd hefur borist í hús. Nú er víst leikstjórinn Brian Helgeland ( Payback , A Knight’s Tale ) að hugsa um að leikstýra endurgerðinni að hinni klassísku mynd, The Wild Bunch. Eini munurinn er að hún myndi ekki gerast í villta vestrinu, heldur mundi hún fjalla um nokkra lögreglumenn sem eru á skilorði frá lögreglunni í Los Angeles vegna slæmrar hegðunar. Þeir ákveða í framhaldi af því að fara til Mexíkó og fremja stórt bankarán þar. Ef Warner Bros. gefur grænt ljós á þetta verkefni fer hún í framleiðslu á næsta ári.