Vondi Jackass afinn – Ný stikla

Ný stikla er komin fyrir nýjustu mynd Jackass gengisins, Bad Grandpa, eða Vondur afi. Eins og sést í stiklunni þá er húmorinn í myndinni oft grófur og gengur út á að ganga fram af fólki. Það sem er nýtt í þessari Jackass mynd er að myndin hefur söguþráð, þó senurnar séu í raun alltaf í raunverulegum aðstæðum með raunverulegu fólki, teknar með falinni myndavél.

bad grandpa

Myndin fjallar um hinn 86 ára Irving Zisman sem er á ferðalagi yfir Bandaríkin með 8 ára gömlum afastrák, Billy.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Á ferð sinni yfir Bandaríkin kynnir Irving hinn unga og hrifnæma Billy fyrir fólki, stöðum og aðstæðum sem útvíkka hugtakið barnauppeldi. Parið hittir karlkyns nektardansara, úrilla keppendur í barna fegurðarsamkeppnum, syrgjendur í jarðarför, og fullt af öðru fólki sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar þeir langfeðgar mæta á svæðið.

Þannig að það sem er á ferðinni hér er að Jackass myndirnar hafa þróast í þá átt að nú er skálduð leikin persóna í alvöru aðstæðum,  kannski ekki ósvipað Sacha Baron Cohen í Borat. 

Jackass Presents Bad Grandpa kemur í bíó í Bandaríkjunum 25. október nk.

Hvernig lýst ykkur svo á?