Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Borat 2006

(Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan)

Justwatch

Frumsýnd: 3. nóvember 2006

Come to Kazakhstan, It's Nice!

84 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 89
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir handrit. Tilnefnd sem besta gamanmyndin á British Comedy Awards. Sacha Baron Cohen vann Golden Globe fyrir leik sinn sem Borat, og myndin tilnefnd til Golden Globe sem besta gamanmynd.

Borat Sagdiyev er sjónvarpfréttamaður og stjórnar vinsælum sjónvarpsþætti í Kazakhstan. Hann er sjötti vinsælasti maður landsins og leiðandi fréttamaður í landinu. Stjórnvöld ákveða að senda hann til Bandaríkjanna til að gera heimildarmynd um bandarískt samfélag og menningu. Borat fer á námskeið í New York til að fá betri skilning á bandarískum húmor.... Lesa meira

Borat Sagdiyev er sjónvarpfréttamaður og stjórnar vinsælum sjónvarpsþætti í Kazakhstan. Hann er sjötti vinsælasti maður landsins og leiðandi fréttamaður í landinu. Stjórnvöld ákveða að senda hann til Bandaríkjanna til að gera heimildarmynd um bandarískt samfélag og menningu. Borat fer á námskeið í New York til að fá betri skilning á bandarískum húmor. Hann sér Strandverði ( e. Baywatch) í sjónvarpinu og heillast af fögru kvenfólkinu, og sérstaklega C.J. Parker, sem Pamela Anderson lék, en þættirnir gerast í Malibu í Kaliforníu. Hann ákveður að takast á hendur ferð yfir landið þvert og endilangt til að fá Pamelu til að kvænast sér, og fara síðan með hana heim til Kazakhstan. Á ferð sinni yfir landið hitta Borat og framleiðandi hans, fullt af skrýtnum og stórkostlegum Bandaríkjamönnum, alvöru fólki í mis rugluðum aðstæðum með oft sprenghlægilegum afleiðingum. ... minna

Aðalleikarar


Borat er alveg snilldar mynd og Ali G fer alveg á kostum með leik sinn sem Borat. Myndin byrjar í Kazakhstan þar sem Borat (Ali G) lýsir sjálfum sér og heimbæ sínum og segir einnig frá göllum bæjarins. Borat fer til Bandaríkjanna til að gera heimildarmynd um þjóðina og læra um menningu Bandamanna til að bæta ástandið í heimabæ sínum Kazakhstan. Atriðin í myndinni eru drepfyndin þó að sum þeirra eru mjög gróf. Það hefur verið mikið talað um þessa mynd því innihald myndarinnar er gert grín af menningu annarra þjóða og mikill rasismi sérstaklega um gyðinga (sem er samt drepfyndið). Myndin er frekar stutt og mætti alveg hafa hana lengri því að mörgum atriðum var sleppt úr henni. En ég mæli með þessari mynd og gef henni 3 og hálfa stjörnur.afsakið stafsetningavillurnar ef að þær eru margar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tvímælalaust ein fyndnasta mynd síðustu ára.
Þegar ég kom út úr bíóinu eftir að hafa séð myndina, þá langaði mig bara að fara beint aftur inn og horfa á hana aftur.
Sacha Baron Cohen fer hér á kostum í hlutverki Borat Sagdiyev, Kazekstans fréttamans sem kemur til Bandaríkjana og ætlar að gera heymildarmynd um bandaríska menningu.
En Borat, þessi einfaldi og barnalegi fréttamaður, sem þekkir ekkert til vestrænar menningar, tekst með sínum einfaldleika að gera grín að næstum öllum sem hann kemst í kynni við, feministum, ofsatrúarfólki, sígaunum og gyðingum.
Það sem fólk þarf að hafa í huga þegar það sér þessa mynd er að það eru engir leikarar í henni, nema Sacha Baron Cohen sjálfur í gervi Borat, og Ken Davitian sem leikur félaga Borat Azamat Bagatov.
Allir aðrir vita ekki betur en að þetta sé maður frá Kazekstan, að gera heimildarmynd um Bandaríska menningu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er gamanmynd sem virkar eins og hún á að vera, skop af bandarískri menningu og fáfræði þess í augum Kasakstanbúa sem er þó alveg jafn fáfróður og tillitslaus og kanarnir í myndinni, en á öðruvísi hátt. Af þessum ástæðum er áhorfandinn að hlægja að nánast öllu sem gerist og öllum sem koma fram, þá sérstaklega honum Borat. Það er ferðalagið í myndinni sem skiptir máli en ekki hvert ferðinni er haldið því söguþráður myndarinnar er gífurlega innihaldslaus, fylgst er með Borat kynnast hinu og þessu tengt Bandaríkjamönnum, allt frá gyðingum til feminista en það þreytir á athyglinni hjá manni en þar sem myndin reyndist mjög stutt þá sakaði ekki mikið um það. Sacha Barton Cohen sýnir auðvitað frábæran leik, hann reynist ennþá vera einhver alskemmtilegasti karakterleikari samtímans en það er varla meira sem hægt er að segja en þetta, Borat er fyndin og skemmtileg og kemur sínu fram.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skemmtileg smekkleysa
Það er ótakmarkað hvað sumir leggja hart á sig fyrir grínið. Borat er tvímælalaust einhver grófasta, djarfasta, lágkúrulegasta og mögulega óþægilegasta vitleysa sem að ég hef borið augum á - og það er MIKIÐ sagt þegar mynd eins og Jackass 2 er rétt að baki. En burtséð frá þeim lýsingum er myndin einnig ein sú fyndnasta sem þú munt sjá í ár og mögulega næstu mánuði.

Sacha Baron Cohen fer á kostum, rétt eins og venjulega, sem titilkarakterinn sem gjörsamlega lifir fyrir því að gera bandaríkjamönnum lífið leitt, viljandi eða óviljandi. Borat er klárlega fyndnasta sköpun Cohens (sérstaklega eftir að Ali G fór að verða þreyttari með árunum), enda nær hann að móta ákveðinn jarðbundinn sjarma við hann, meðan að sömuleiðis eru taktarnir svo yfirdrifnir að maður glottir alltaf jafn breitt yfir því að sjá meðalmanninn hrista hausinn yfir því hvort að manninum sé alvara eða ekki.

Myndin er samt hrikalega þunn og ég er á mörkum þess að segja að 80 mínútur séu fullmikið af því góða. Myndin blandar saman sviðsett efni við venjuleg viðtöl. Stundum veit maður reyndar ekki hvar Cohen er að grínast með fólk og hvar ekki, og það er sú óvissa sem að gerir áhorfið ennþá vandræðalegra, en um leið auðvitað mun skemmtilegra. Það koma þó stöku sinnum fyrir senur sem eru mjög svo áberandi sviðsettar og um leið og maður tekur eftir því dettur maður svolítið úr gríninu. Svo eru ónauðsynleg "sub plott" troðin inn í sem eru hvorki fyndin né skemmtileg, en ég gæti talið upp þær senur með annarri hendi svo skaðinn er mjög lítill.

Þessi mynd er annars á köflum að drekkja sér í smekkleysu, og ég kann mjög vel við það að henni er nákvæmlega ekkert heilagt. Þetta þýðir auðvitað líka að vissir hópar fólks munu mislíka húmorinn alveg skelfilega. Það sem umdeilt er, er í flestum tilvikum miklu forvitnilegra til áhorfs þó og því gef ég þessari æðislegu smekkleysu 7/10 í einkunn og get næstum því lofað þeim sem að ekki eru viðkvæmir traustri skemmtun og það er vægt til orða tekið. Og ef þið viljið gera gott smekklaust bíókvöld ennþá betra, horfið þá á þessa og Jackass 2 saman.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.12.2023

Hluti af endurreisn Cage

Kvikmyndin Dream Scenario eftir Norðmanninn Kristoffer Borgli, 38 ára, átti upphaflega að vera með Adam Sandler í aðalhlutverkinu en ekki Nicolas Cage. „Á tímabili héldum við að við myndum gera þetta með Adam, en svo vegna ýmissa ástæðna æxlaðist það...

12.01.2023

Bíósalirnir á höfuðborgarsvæðinu - Frá verstu til bestu

Heimir Bjarnason kvikmyndagerðarmaður skrifar: Kvikmyndahús á Íslandi eru með þeim betri í heiminum. Undanfarin ár hafa miklar breytingar átt sér stað. Það virðist sem samkeppnin milli kvikmyndahúsanna sé ekki...

26.04.2021

Þetta eru sigurvegararnir á Óskarnum 2021

Öruggt er að fullyrða að Óskarinn sé langstærsti viðburður tileinkaður kvikmyndum í Bandaríkjunum og er þetta í 93. skipti sem hátíðin fer fram. Niðurstaðan var alþjóðleg og fjölbreytt að sinni en eins og margir hverjir sp...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn